Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2012 | 23:09

PGA: Spencer Levin leiðir fyrir lokadag Memorial mótsins

Það er Bandaríkjamaðurinn Spencer Levin, sem tekið hefir forystu fyrir lokahring Memorial mótsins sem spilaður verður á morgun.  Samtals er Levin búinn að spila á -8 undir pari, 208 höggum (67 72 69). Á hringnum í dag fékk Levin örn, 4 fugla og 3 skolla.

Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins, Rory Sabbatini frá Suður-Afríku.  Hann er 1 höggi á eftir Levin, þannig að forystan er ekki mikil.

Í 3. sæti er Rickie Fowler á -5 undir pari, 211 höggum ( 71 71 69).

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Memorial mótinu smellið HÉR: