Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 13:15

Unglingamótaröð Arion banka (2) á Þverárvelli að Hellishólum: 1 sigur til GR; 2 til GK og 3 til GKG – myndasería

Nú um helgina, dagana 2.-3. júní 2012,  fór fram á Þverárvelli að Hellishólum 2. mót á Unglingamótaröð Arion banka. Það er gaman að fylgjast með framtíð Íslands í golfíþróttinni, þvi hún er björt.  Við eigum alveg ótrúlega hæfileikaríka, áhugasama og flotta kylfinga, sem margir eiga eflaust eftir að ná langt. Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: UNGLINGAMÓTARÖÐ ARION BANKA (2)  Á ÞVERÁRVELLI HJÁ GÞH 3. JÚNÍ 2012 Það var Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem var á besta skorinu í 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. Hann var sá eini sem var samtals að spila undir pari. Samtals spilaði Ragnar Már á -2 undir pari í mótinu, samtals 140 höggum (69 71). En Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 12:50

Unglingamótaröð Arion banka (2) hjá GÞH – 2. & 3. júní 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og  Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie er 69 ára í dag og Sandra Post, 64 ára í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie.  Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA.  Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var um Söndru Post og má lesa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 09:00

PGA: Tiger sigraði á Memorial mótinu í 5. sinn – hápunktar og högg 4. dags

Seint í gær náði Tiger Woods 73. sigri sínum á PGA Tour og jafnaði þar með fjölda sigra á túrnum við Jack Nicklaus.  Og það í mótinu sem Jack kom á laggirnar og er eitt virtasta mót á PGA túrnum!Aðeins Sam Snead hefir sigrað fleiri mót, 82 alls og er sá sem hefir sigrað flest mót á PGA. Það var hrein unun að horfa á Tiger í gær.  Chippið hans á 16. er eitt það flottast högg, sem hann hefir slegið í seinni tíð.  Alls spilaði Tiger á samtals -9 undir pari, samtals 279 höggum (70 69 73 67).  Eftir sigurinn var að venju haldinn blaðamannafundur með sigurvegaranum sem sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 07:45

Henning Darri Þórðarson sigraði í flokki 14 ára og yngri stráka á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum

Það var Henning Darri Þórðarson, GK, sem sigraði á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum. Henning Darri spilaði fyrri hringinn á -1 undir pari vallar, glæsilegum 70 höggum.  Í gær var hann síðan á 74 höggum og lauk keppni í mótinu á samtals +2 yfir pari, 144 höggum (70 74). Glæsilegt hjá Henning Darra! Í 2. sæti varð Atli Már Grétarsson, GK, á + 4 yfir pari, 146 höggum (72 74), sem var líka frábært skor! Atli Már Grétarsson, GK, varð í 2. sæti á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli í gær, 3. júní 2012. Mynd: Golf 1 Úrval norðlenskra kylfinga fæddir 1999 ásamt þjálfara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 07:00

Þóra Kristín Ragnarsdóttir sigraði í flokki 14 ára og yngri stelpna á 2. móti Unglingamóta- raðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum

Þau voru tvö úr Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði sem urðu í 1. sæti á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum og voru þau bæði  í flokki 14 ára og yngri. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK,  sigraði með þó nokkrum yfirburðum í flokki 14 ára og yngri stelpna.  Hún spilaði Þverárvöll á samtals +29 yfir pari, samtals 171 höggi (89 82). Frábært spil hjá Þóru Kristínu!!! Í 2. sæti varð Thelma Sveinsdóttir, GK, en hún spilaði á +41 yfir pari, samtals 183 höggum (89 94). Í 3. sæti varð síðan Laufey Jóna Jónsdóttir, GS, á +42 yfir pari, samtals 184 höggum (96 88).  Í 4. sæti varð svo Saga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 06:00

Aron Snær Júlíusson sigraði í flokki 15-16 ára drengja á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum

Það var Aron Snær Júlíusson, GKG, sem sigraði í flokki 15-16 ára drengja á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum.  Aron Snær spilaði hringina tvo á +9 yfir pari, samtals 151 höggi (78 73). Kylfingar í GKG stóðu sig vel í drengjaflokki, því í 2. sæti varð  Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, og átti GKG því kylfinga í tveimur efstu sætunum hér. Óðinn Þór spilaði jafnt og gott golf, kom í hús á +10 yfir pari, samtals 152 höggum (76 76) og var aðeins 1 höggi á eftir Aroni Snæ. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, varð í 2. sæti á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. á Þverárvelli, 3. júní 2012. Mynd: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 23:00

Gunnhildur Kristjánsdóttir sigraði í flokki 15-16 ára telpna á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum í dag. Gunnhildur og Henning Darri Þórðarson, GK, í flokki 14 ára og yngri stráka, eru þau einu sem eru með fullt hús stiga eftir 2 mót, en þau bæði unnu einnig á fyrsta móti Unglingamótaraðarinnar upp á Skaga þann 27. maí s.l.  Frábærir kylfingar á ferð þar! Gunnhildur spilaði hringina 2 á Þverárvelli á samtals +17 yfir pari, 159 höggum (81 78) og bætti sig um 3 högg milli hringja. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, varð í 2. sæti á +19 yfir pari, 161 höggi (80 81), jafmörgum höggum og Sara Margrét Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 22:15

Ragnar Már Garðarsson sigraði í flokki 17-18 ára pilta á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum

Það var Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem sigraði í flokki 17-18 ára pilta á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka, á Þverárvelli að Hellishólum í dag.  Hann var sá eini sem var á skori sem var samtals undir pari þ.e. spilaði erfiðan Þverárvöllinn fyrri daginn á glæsilegum -2 undir pari, 69  og var á pari í dag. F.v.: Benedikt Árni Harðarson, GK; Ragnar Már Garðarsson, GKG og Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1 Í 2. sæti varð Benedikt Árni Harðarson, GK, 6 höggum á eftir Ragnari Má þ.e. + 4 yfir pari (72 74). Benedikt Árni Harðarson, GK varð í 2. sæti í 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka, á Þverárvelli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 21:45

Guðrún Pétursdóttir sigraði í flokki 17-18 ára stúlkna á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum

Það var Guðrún Pétursdóttir, GR, sem stóð uppi sem sigurvegari í flokki 17-18 ára stúlkna á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka, sem fram fór á Þverárvelli. F.v.: Halla Björk Ragnarsdóttir, GR; Saga Ísafold Arnarsdóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR voru í lokahollinu í dag. Mynd: Golf 1 Guðrún spilaði hringina 2 á samtals +11 yfir pari, 153 höggum (75 78). Í 2. sæti varð Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, tveimur höggum á eftir Rún. Særós Eva Óskarsdóttir t.h. varð í 2. sæti á Þverárvelli á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka í dag. Með henni á mynd eru Eydís Eva Jónsdóttir, GR (t.v) og Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK, (f.m.).  Mynd: Golf 1 Lesa meira