Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 20:45

Ólafur Björn Loftsson í 15. sæti í Carrick Neil Scottish Open Stroke Play Championship

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í Carrick Neil Scottish Open Stroke Play Championship, m.ö.o. Opna skoska áhugamannamótinu.

Mótið stóð dagana 1. – 3. júní og lauk því í dag.

Ólafur Björn spilaði á samtals 292 höggum (71 74 77 70), en spilað var á Kilmarnock vellinum.

Hann lauk keppni í 15. sæti, sem er glæsilegur árangur.

Til þess að sjá stöðuna á Carrick Neil Scottish Open Stroke Play Championship smellið HÉR: