Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 21:00

Evróputúrinn: Thongchai Jaidee sigraði á ISPS Handa Wales Open

Það var Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, sem sigraði á ISPS Handa Wales Open í dag. Jaidee spilaði samtals á -6 undir pari, 278 höggum (71 68 67 72).  Þetta var fyrsti sigur Thongchai Jaidee á Evróputúrnum, utan Asíu.

Þegar sigurinn lá fyrir sagði Jaicee:„Ég vil þakka öllum í fjölskyldu minni, stuðningsmönnum og styrktaraðilum. Aðstæður voru erfiðar hér fyrir mig. Ég reyndi að hitta brautir, þar var aðalatriðið og slá síðan boltann inn á flöt. Það var mjög, mjög erfitt fyrir mig, þetta er alls ekki eins og á Thaílandi.“

Að sigurlaunum hlaut Jaidee tékk upp á € 372,720.

Öðru sæti, aðeins 1 höggi á eftir Jaidee, deildu 4 kylfingar: Daninn Thomas Björn, Spáverjinn Gonzalo Fernandez Castaño, Suður-Afríkumaðurinn Richard Sterne og „heimamaðurinn“ Joost Luiten.  Allir spiluðu þeir sem sagt á -5 undir pari, 279 höggum, hver.

Sjötta sætinu deildu Ross Fisher og Írinn Paul McGinley enn einu höggi síður þ.e. á samtals -4 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á ISPS Handa Wales Open smellið HÉR: