Mark Steinberg umboðsmaður Tiger tekinn fyrir ölvunarakstur
Myndin sem fylgir frétt þessari á að vera mynd af frumeintaki lögregluskýrslunnar skv. Mick Rouse hjá Sports Illustrated. Myndin verður líklegast ekki römmuð inn og látin skreyta skrifstofu umboðsmanns Tiger, Mark Steinberg, sem tekinn var ölvaður undir stýri. S.l. laugardagskvöld var Mark Steinberg, umboðsmaður Tigers, nefnilega handtekinn fyrir að aka undir áhrifum í Ardsley, New York. Lögreglan fann áfengislykt þegar þeir stöðvuðu bifreið Steinberg og hann var látinn blása í blöðru. Hann var síðan handtekinn kl. 22.30 að staðartíma laugardags-kvöldið. „Hann sagði okkur til nafns“ var haft eftir lögreglu. „Svo var það bara það sem það var. Hann var undir áhrifum.“ Það að Steiny sagði til nafns hafði akkúrat engin áhrif Lesa meira
GKG: Gunnar Gunnarsson & Gunnar Gunnarsson sigruðu á Opna Fótbolti.net – myndasería
Opna Fótbolti.net mótið fór fram í frábæru veðri laugardaginn 2. júní. 188 keppendur voru skráðir til leiks og 178 keppendur luku leik á endanum. Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: OPNA FÓTBOLTI.NET MÓTIÐ HJÁ GKG – 2. JÚNÍ 2012 Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti – Gunnar Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson 60 högg 2. sæti – Ólafur Hreinn Jóhannesson og Tryggvi Valtýr Traustason 61 högg, betri á seinni 9 3. sæti – Pétur Freyr Pétursson og Andri Þór Björnsson 61 högg 4. sæti – Adam Örn Stefánsson og Stefán Mickael Sverrisson, 61 högg 7. sæti – Örn Bergmann Úlfarsson og Ragnar Geir Hilmarsson 62 högg 14. sæti – Steinar Páll Lesa meira
Opna Fótbolti.net hjá GKG – 2. júní 2012
GKG: Valgeir Tómasson ráðinn framkvæmdastjóri GKG til 1. ágúst 2012
Valgeir Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GKG fram til 1. ágúst. Valgeir hefur starfað sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá GKG síðastliðin sumur og þekkir því vel til innan klúbbsins. Golf 1 óskar Valgeir góðs gengis í nýja starfinu!
GN: Elvar Árni sigraði á Glófaxamótinu
Elvar Árni Sigurðsson, GN, sigraði í höggleik á 74 höggum á Sjómannadagsmóti GN og Glófaxa. Næstu menn voru Viðar H Sveinsson, GN og Árni Guðjónsson. GN á 78 og 79 höggum. Í punktakeppninni urðu úrslit þau að Haraldur Egilsson, GN sigraði á 41 punkti, annar varð Páll Freysteinsson, GN á 40 punktum og þriðji varð Viðar H Sveinssson, GN á 38 punktum. Næstur holu eftir annað högg á 2/11braut varð Árni Guðjónsson GN, Páll Björnsson GBE átti lengsta teighögg á sjöttu braut og næstur holu á 9/18 holu varð Jónas Eggert Ólafsson GBE. Það var Glófaxi Vestmannaeyjum, sem styrkti mótið eins og mörg undanfarin ár. Heimild: GN/golf.is
LEK: Þorbjörg Jónína Harðardóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Hrafnkell Óskarsson, Skarphéðinn Skarphéðinssson og Páll Bjarnason sigruðu í 7. viðmiðunarmóti LEK
Sjöunda viðmiðunarmót LEK var haldið í blíðskapar veðri á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði þann 2. júní og mættu 155 manns til leiks. Sigurvegarar urðu sem hér segir: Konur 50+ 1. Þorbjörg Jónína Harðardóttir 39 punktar 2. Margrét Óskarsdóttir 37 punktar 3. Jónína Pálsdóttir 37 punktar Besta skor án forgjafar: María Málfríður Guðnadóttir 75 högg Karlar 55+ 1. Hrafnkell Óskarsson 42 punktar 2. Haraldur Örn Pálsson 41 punktur 3. Jóhann Reynisson 38 punktar 4. Tryggvi Þór Tryggvason 38 punktar 5. Hafþór Kristjánsson 37 punktar Besta skor án forgjafar: Skarphéðinn Skarphéðinsson 74 högg Karlar 70+ 1. Páll Bjarnason 37 punktar 2. Sigurjón R Gíslason 35 punktar 3. Jens Karlsson 35 Lesa meira
GG: Davíð Arthur og Heimir sigurvegarar í Sjóarinn Síkáti Open – myndasería
Sjóarinn Síkáti Open fór fram á Húsatóftavelli laugardaginn 2. júní s.l.. Um 80 kylfingar tóku þátt í mótinu, sem fram fór við fínar aðstæður og voru margir að leika vel. Sjá má myndaseríu úr Sjóaranum síkáta hér: SJÓARINN SÍKÁTI OPEN HJÁ GG – 2. JÚNÍ 2012 Best allra lék heimamaðurinn Davíð Arthur Friðriksson úr GG en hann kom í hús á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann var einu höggi frá því að jafna sitt eigið vallarmet. Guðmundur Ingvi Einarsson úr GKB varð annar á 70 höggum. Í punktakeppninni voru alls fjórir kylfingar jafnir á 41 punkti og því þurfti að telja tilbaka punktafjölda til að fá úrslit. Lesa meira
Sjóarinn Síkáti Open hjá GG – 2. júní 2012
Kristján Þór og Ólafur Björn keppa á Opna breska áhugamannamótinu
Landsliðskylfingarnir Kristján Þór Einarsson úr GK og Ólafur Björn Loftsson úr NK verða á meðal keppenda í Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer á Royal Troon vellinum 18.-23. júní næstkomandi. Opna breska áhugamannamótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á ári hverju. Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og komast 64 efstu kylfingarnir áfram í næstu umferð og þá tekur við holukeppni þar til að einn kylfingur stendur uppi sem sigurvegari. Ólafur Björn náði ágætum árangri í mótinu í fyrra en þá tapaði hann naumlega í bráðabana í 64-manna úrslitum fyrir Andrew Sullivan sem þá var efsti evrópski kylfingurinn áhugaheimslistanum. Kristján Þór er að taka þátt í mótinu í Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis sigraði á ShopRite LPGA Classic
Það var bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem sigraði á ShopRite LPGA Classic mótinu á The Bay golfvellinum í Galloway, New Jersey. Stacy spilaði á -12 undir pari, 201 höggi (65 65 71). Sigurinn var nokkuð öruggur því hún átti 4 högg á þá sem kom næst, hina áströlsku Katherine Hull. Þriðja sætinu deila spænski kylfingurinn Azahara Muñoz og japanska stúlkan Mika Miyazato, báðar á -7 undir pari, hvor. Til þess að sjá úrslitin á ShopRite LPGA Classic smellið HÉR:








