Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 18:30

GG: Davíð Arthur og Heimir sigurvegarar í Sjóarinn Síkáti Open – myndasería

Sjóarinn Síkáti Open fór fram á Húsatóftavelli laugardaginn 2. júní s.l.. Um 80 kylfingar tóku þátt í mótinu, sem fram fór við fínar aðstæður og voru margir að leika vel.

Sjá má myndaseríu úr Sjóaranum síkáta hér: SJÓARINN SÍKÁTI OPEN HJÁ GG – 2. JÚNÍ 2012

Best allra lék heimamaðurinn Davíð Arthur Friðriksson úr GG en hann kom í hús á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann var einu höggi frá því að jafna sitt eigið vallarmet. Guðmundur Ingvi Einarsson úr GKB varð annar á 70 höggum.

Í punktakeppninni voru alls fjórir kylfingar jafnir á 41 punkti og því þurfti að telja tilbaka punktafjölda til að fá úrslit. Heimir Bergmann Hauksson úr GR bar sigur úr býtum en hann var með fleiri punkta en Þorsteinn Grétar Einarsson úr GSG á síðustu sex holunum. Davíð Arthur og Sigurður Jónsson úr GG urðu einnig á 41 punkt og hlaut Sigurður þriðja sætið í ljósi þess að Davíð sigraði í höggleiknum.

Helstu úrslit í mótinu má sjá hér að neðan:
Úrslit í punktakeppni:
1. Heimir Bergmann Hauksson GR 41 punktur
2. Þorsteinn Grétar Einarsson GSG 41
3. Sigurður Jónsson GG 41
4. Gunnar Sigursveinn Arnbjörnsson GG 39

Besta skor án forgjafar:
Davíð Arthur Friðriksson GG – 66 högg

Nándarverðlaun:
4./17. braut – Sigmar Eðvarðsson  GG, 7,5 m
6. braut (nákvæmasta upphafshögg) – Kristján Gunnnar Ólafsson GV, 86 cm
8. braut – Karl Hólm GSG, 6,66 m
13. braut – Friðrik Ámundason GG, 81 cm