
Mark Steinberg umboðsmaður Tiger tekinn fyrir ölvunarakstur
Myndin sem fylgir frétt þessari á að vera mynd af frumeintaki lögregluskýrslunnar skv. Mick Rouse hjá Sports Illustrated. Myndin verður líklegast ekki römmuð inn og látin skreyta skrifstofu umboðsmanns Tiger, Mark Steinberg, sem tekinn var ölvaður undir stýri.
S.l. laugardagskvöld var Mark Steinberg, umboðsmaður Tigers, nefnilega handtekinn fyrir að aka undir áhrifum í Ardsley, New York. Lögreglan fann áfengislykt þegar þeir stöðvuðu bifreið Steinberg og hann var látinn blása í blöðru. Hann var síðan handtekinn kl. 22.30 að staðartíma laugardags-kvöldið.
„Hann sagði okkur til nafns“ var haft eftir lögreglu. „Svo var það bara það sem það var. Hann var undir áhrifum.“ Það að Steiny sagði til nafns hafði akkúrat engin áhrif á lögregluna – þeir virtust ekki einu sinni vita hver hann væri!
Í töluvupósti frá Steinberg kom m.a. eftirfarandi fram: „Þetta er vegna læknismeðferðar sem ég er í. Þetta er ekki það sem fólk kynni að halda.“
Í áfengisrannsókn á áfengismagni í blóði Steinberg kom í ljós að það var 0,18%, sem er meira en tvöfalt heimilt áfengismagn í New York ríki.
Eftir sigur sinn glæsilega í Memorial mótinu var Tiger spurður að því hvort hann hefði vitað um handtökuna fyrir lokahring sinn og hvert álit hans væri á broti Steinberg. Tiger svaraði: „Já, ég vissi af því og no comment.“
Heimild: WUP
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023