
Kristján Þór og Ólafur Björn keppa á Opna breska áhugamannamótinu
Landsliðskylfingarnir Kristján Þór Einarsson úr GK og Ólafur Björn Loftsson úr NK verða á meðal keppenda í Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer á Royal Troon vellinum 18.-23. júní næstkomandi.
Opna breska áhugamannamótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á ári hverju. Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og komast 64 efstu kylfingarnir áfram í næstu umferð og þá tekur við holukeppni þar til að einn kylfingur stendur uppi sem sigurvegari.
Ólafur Björn náði ágætum árangri í mótinu í fyrra en þá tapaði hann naumlega í bráðabana í 64-manna úrslitum fyrir Andrew Sullivan sem þá var efsti evrópski kylfingurinn áhugaheimslistanum. Kristján Þór er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn. Þeir hafa báðir leikið í bandaríska háskólagolfinu í vetur og koma því vel undirbúnir í mótið. Þeir taka jafnframt þátt í St. Andrews Trophy Links mótinu sem hefst á föstudag í St. Andrews en þar verða margir sterkir áhugakylfingar meðal keppenda.
Hér má sjá þátttakendalistann í Opna breska áhugamannamótinu.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024