
Kristján Þór og Ólafur Björn keppa á Opna breska áhugamannamótinu
Landsliðskylfingarnir Kristján Þór Einarsson úr GK og Ólafur Björn Loftsson úr NK verða á meðal keppenda í Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer á Royal Troon vellinum 18.-23. júní næstkomandi.
Opna breska áhugamannamótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á ári hverju. Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og komast 64 efstu kylfingarnir áfram í næstu umferð og þá tekur við holukeppni þar til að einn kylfingur stendur uppi sem sigurvegari.
Ólafur Björn náði ágætum árangri í mótinu í fyrra en þá tapaði hann naumlega í bráðabana í 64-manna úrslitum fyrir Andrew Sullivan sem þá var efsti evrópski kylfingurinn áhugaheimslistanum. Kristján Þór er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn. Þeir hafa báðir leikið í bandaríska háskólagolfinu í vetur og koma því vel undirbúnir í mótið. Þeir taka jafnframt þátt í St. Andrews Trophy Links mótinu sem hefst á föstudag í St. Andrews en þar verða margir sterkir áhugakylfingar meðal keppenda.
Hér má sjá þátttakendalistann í Opna breska áhugamannamótinu.
Heimild: golf.is
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023