Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2012 | 09:30

GN: Elvar Árni sigraði á Glófaxamótinu

Elvar Árni Sigurðsson, GN, sigraði í höggleik á 74 höggum á Sjómannadagsmóti GN og Glófaxa. Næstu menn voru Viðar H Sveinsson, GN og Árni Guðjónsson. GN á 78 og 79 höggum.

Elvar Árni Sigurðsson, GN. Mynd: GN/golf.is

Í punktakeppninni urðu úrslit þau að Haraldur Egilsson, GN sigraði á 41 punkti, annar varð Páll Freysteinsson, GN á 40 punktum og þriðji varð Viðar H Sveinssson, GN á 38 punktum.

Næstur holu eftir annað högg á 2/11braut varð Árni Guðjónsson GN, Páll Björnsson GBE átti lengsta teighögg á sjöttu braut og næstur holu á 9/18 holu varð Jónas Eggert Ólafsson GBE.

Það var Glófaxi Vestmannaeyjum, sem styrkti mótið eins og mörg undanfarin ár.

Heimild: GN/golf.is