Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 17:45

LPGA: Stacy Lewis sigraði á ShopRite LPGA Classic

Það var bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem sigraði á ShopRite LPGA Classic mótinu á The Bay golfvellinum í Galloway, New Jersey.

Stacy spilaði á -12 undir pari, 201 höggi (65 65 71).  Sigurinn var nokkuð öruggur því hún átti 4 högg á þá sem kom næst, hina áströlsku Katherine Hull.

Þriðja sætinu deila spænski kylfingurinn Azahara Muñoz og japanska stúlkan Mika Miyazato, báðar á -7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á ShopRite LPGA Classic smellið HÉR: