
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn komust í gegnum niðurskurð í Þýskalandi!
Nokkuð ljóst lá fyrir fyrr í dag að Þórður Rafn Gissurarson, GR, væri kominn í gegnum niðurskurð á Land Fleesensee Classic mótinu í Þýskalandi.
Þórður Rafn er samtals á parinu, spilaði í gær á glæsilegu 71 höggi og var stöðugur í dag á 73 höggum. Þórður Rafn deilir 23. sæti með 6 öðrum.
Meiri vafi var á því hvort Stefán Már Stefánsson, GR, kæmist í gegn. Hann hélt öllum spenntum með því að vera undir niðurskurðarlínunni lengi vel og því mikil gleði þegar lokaniðurstaðan birtist um að niðurskurðurinn miðaðist við 3 yfir pari og Stefán Már þar með kominn í gegn.
Stefán spilaði nefnilega á 76 höggum í dag en var, eins og Þórður Rafn, á 71 höggi fyrri daginn; samtals 147 höggum og 3 yfir pari sem fyrr segir. Hann er einn af 9 sem deila 43. sætinu og rétt sluppu í gegnum niðurskurð.
Golf 1 óskar þeim Þórði Rafni og Stefáni Má góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Land Fleesensee Classic smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster