
Fannar Ingi í 21. sæti á US Kids Golf – European Championship eftir 1. dag í Skotlandi
Í East Lothian í Skotlandi fer dagana 5.-7. júní fram mót í US Kids Golf þ.e. European Championship á Gullane nr. 2 vellinum. Þátttakendur eru 46 unglingar víðs vegar að úr heiminum.
Meðal þátttakenda er Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem er að gera góða hluti. Í gær spilaði Fannar Ingi á 77 höggum og er sem stendur í 21. sæti ásamt 5 öðrum kylfingum. Þess mætti geta að Fannar Ingi spilar á Unglingamótaröð Arion banka og er búinn að vera meðal efstu á þeim 2 mótum, sem af eru árs; Fannar Ingi varð í 2. sæti upp á Skaga og í 4. sæti að Hellishólum fyrir aðeins 3 dögum síðan.

Fannar Ingi á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka upp á Skaga þar sem hann varð í 2. sæti. Mynd: Golf 1
Sá sem er efstur, Carlos Marrera, frá Venezuela spilaði á 68 höggum í gær og er í svolitlum sérflokki því 3 högg skilja hann og þá 2 sem deila 2. sætinu að. Því má segja að Fannar Ingi þurfi a.m.k. að vinna upp 6 högg til að vera meðal þeirra efstu.
Golf 1 var nýlega með viðtal við Fannar Inga, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Golf 1 óskar Fannari Inga góðs gengis í dag!
Til þess að sjá stöðuna á US Kids Golf – European Championship eftir 1. dag smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023