Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2012 | 16:30

GÍ: Anton Helgi Guðjónsson sigraði á Ísnum Sjómannadagsmóti

Anton Helgi Guðjónsson GÍ sigraði á sjómannadagsmóti, sem Ísinn ehf., efndi til um helgina á Tungudalsvelli, nánar tiltekin sunnudaginn 3. júní 2012.

Keppt var í höggleik með og án forgjafar í karla-, kvenna- og unglingaflokki.

Anton Helgi lauk keppni á 77 höggum, annar var Chatchai Photiya, GBO á 78 höggum og þriðji varð Janusz Duszak, úr GBO á 80 höggum.

Bjarney Guðmundsdóttir, GÍ sigraði kvennaflokkinn án forgjafar á 94 höggum, en Guðrún Á. Stefánsdóttir og Anna Guðrún Sigurðardóttir, báðar úr GÍ, voru skammt undan.

Í unglingaflokki sigraði Elías Ari Guðjónsson GÍ.

Í höggleik með forgjöf sigraði Stefán Óli Magnússon úr GÍ með 69 högg í karlaflokki, og Guðrún Á. Stefánsdóttir GÍ með 73 högg í kvennaflokki. Elías Ari sigraði einnig unglingaflokkinn í höggleik með forgjöf.

Ólafur Ragnarsson og Weera Khiansanthia hlutu nándarverðlaun.

Heimild: Bæjarins besta