Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2012 | 20:00

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn báðir í 15. sæti á Land Fleesensee Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson spiluðu báðir á -1 undir pari í dag á Land Fleesensee Classic mótinu, sem hófst í Fleesensee í Þýskalandi í dag.

Stefán Rafn fékk 4 fugla og 3 skolla en Þórður Rafn 1 skramba, 2 skolla og 5 fugla.  Þeir félagar deila nú 15. sæti í mótinu ásamt 6 öðrum.

Fjórir deila 1. sætinu, spiluðu á 67 höggum í dag og hafa 4 högg í forskot á Stefán Má og Þórð Rafn.

Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Land Fleesensee Classic mótinu smellið HÉR: