Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 07:00

LPGA: Wegmans risamótið hefst á morgun

Keppni í 2. risamóti ársins á dagskrá LPGA hefst á morgun í Locust Hill Country Club rétt fyrir utan Rochester, í New York.

Þar munu nokkrir af sterkustu kvenkylfingum heims mætast í keppni, þ.á.m. nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng, nr. 5 á heimslistanum, norska frænka okkar Suzann Pettersen, frænka Tiger, Cheyenne Woods og nýliðinn ungi og frábæri á þessu keppnistímabili, sem þegar er komin í 21. sæti heimslistans, Lexi Thompson.

Þær munu keppa um $ 2,5 milljónir enda Wegmans eitt það móta á keppnisdagskránni, þar sem verðlaunfé er hvað hæst í kvennagolfinu.

Lexi Thompson birti myndina, sem fylgir fréttinni af sér og sagði við það tækifæri: „Going to pro-am party for the Wegmans LPGA Championship!!:)“

M.ö.o. þarna er hún á leið í partý, sem haldið er fyrir Pro-Am hluta mótsins, sem fram fer í dag.