Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2012 | 12:30

Birgir Leifur spilaði á 75 höggum 2. dag Kärnten Golf Open

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði 2. hring í dag á Kärnten Golf Open styrktu af Mazda, í Golf Club Kärnten-Seltenheim.

Birgir Leifur fékk 4 skolla og 1 fugl á fyrri 9 og fugl og skolla á seinni 9.  Hann er samtals búinn að spila á 147 höggum (72 75) eða þremur yfir pari.

Hann deilir sem stendur 123. sætinu af 156 þátttakendum. Ólíklegt að hann komist í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna á Kärnten Golf Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: