Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 17:15

Birgir Leifur á parinu eftir 1. dag Kärnten Golf Open

Í dag hófst í Klagenfurt í Austurríki, Kärnten Golf Open styrkt af Mazda, í Golf Club Kärnten-Seltenheim, en mótið er hluti Áskorendamótaraðarinnar. Meðal þátttakenda er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.  Birgir Leifur spilaði á sléttu pari í dag fékk 2 fugla og 1 skolla á seinni 9, en hann byrjaði á 10. teig í dag og 2 skolla og 1 fugl á fyrri 9.  Hann deilir sem stendur 84. sætinu ásamt 16 keppendum, en þátttakendur í mótinu eru 156.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Kärnten Golf Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: