Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2012 | 15:30

Mesta eftirsjá stórkylfinga (16. grein af 20): Ernie Els

Ernie Els hefir sigrað í 64 mótum á heimsvísu, þ.á.m. í 3 risamótum: tvívegis í Opna bandaríska og einu sinni í Opna breska.  Það getur ekki verið að Ernie Els sjái eftir nokkru á ferlinum, eða hvað?  Skyldi hann sjá eftir að hafa aldrei sigrað á the Masters eða á PGA Championship  …. Nei. … en, hann sér enn eftir pútti sem hann missti.

Gefum Ernie orðið: „Förum aftur til ársins 1995 og PGA Championship á Riviera. Það er púttið á 16. holu, sem fór eins og í skeifu eftir holunni og vildi ekki detta. Ég var í forystu og var að rífa mig upp úr ógöngum. Ég hugsa að ef þetta pútt hefði dottið hefði ég unnið PGA Championship. Ég myndi hafa sigrað bæði á Opna bandaríska og PGA Championship. Því miður lippaðist boltinn ekki niður og ég komst ekki í umspil.  Ég var kannski einum of ákveðinn, en þessar flatir á Riviera eru svolítið hæðóttar og þetta var e.t.v. svolítið of stutt lengd og boltinn bara skoppaði upp úr holunni.“