Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2012 | 23:45

PGA: Maggert og Merrick leiða eftir 1. dag St. Jude Classic

Í dag byrjaði á TPC Southwind golfvellinum í Memphis, Tennessee, St. Jude Classic mótið.  Mjög fátt af stærstu nöfnunum er meðal keppenda, þar sem allir eru að hvílast eða undirbúa sig fyrir Opna bandaríska sem byrjar í næstu viku í San Francisco og stendur frá 14.-17. júní n.k.

Með einni stórri undantekningu. Rory McIlroy ákvað á síðustu stundu að taka þátt og spilaði á 68 höggum í dag, þ.e. var á tveimur undir pari og er meðal efstu manna. Í viðtali eftir hringinn sagði Rory m.a. að þetta væri með betri hringjum sem hann hefði spilað um skeið (Sjá viðtal við Rory eftir hringinn góða með því að SMELLA HÉR:)

Tveir deila forystunni gamla brýnið Jeff Maggert (Sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:) og Bandaríkjamaðurinn  John Merrick Þeir spiluðu á fjórum undir pari, 66 höggum, hvor.  Sjá má viðtal við Maggert eftir hringinn, þar sem hann talar m.a. um bleytu á 17. flöt, sem hafi gert keppendum lífið erfitt með því að SMELLA HÉR: )

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar: Bandaríkjamennirnir Jeff Overton og J.J. Henry; Indverjinn Arjun Atwal og nýliðinn á PGA Seung- Yul Noh frá  Suður-Kóreu (Sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:).  Allir  eru þeir 1 höggi á eftir forystunni á þremur undir pari, þ.e. á 67 höggum.

11 kylfingar spiluðu síðan á 68 höggum og eru í 7.-17. sæti, þ.á.m. nr. 2 í heiminum s.s. áður er minnst á, auk Pádraig Harrington, Y.E Yang og John Daly svo einhverjir séu taldir.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: