Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 21:45

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði í flokki 15-16 ára telpna á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem sigraði í flokki 15-16 ára telpna á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpúlfsstaðavelli í dag. Ragnhildur spilaði hringina tvo á samtals 16 yfir pari, samtals 160 höggum (83 77) og var sú eina í telpnaflokki sem „breakaði“ 80, kom í hús á glæsilegum 77 höggum í dag! F.v.: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og GHR; og sigurvegarinn í flokki 15-16 ára telpna Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1. Í 2. sæti varð Birta Dís Jónsdóttir, GHD,  á samtals 20 yfir pari, samtals  164 höggum (82 82). Birta Dís Jónsdóttir, GHD. Mynd: Golf 1 Í 3. sæti varð loks Stefanía Elsa Jónsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 21:15

Gísli Sveinbergsson sigraði í flokki 15-16 ára drengja á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var  Gísli Sveinbergsson, GK, sem sigraði á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka, en spilað var á Korpúlfsstaðarvelli.  Gísli var á besta skorinu ásamt Bjarka Péturssyni, GB sem sigraði í flokki 17-18 ára í mótinu, en báðir spiluðu Korpuna í dag á 1 undir pari, 71 höggi og voru þeir einu í mótinu sem spiluðu undir pari af þeim 135, sem þátt tóku.  Samtals spilaði Gísli á 1 yfir pari, samtals 145 höggum (74 71). F.v.: Gísli Sveinbergsson, GK; Kristinn Reyr Sigurðsson, GR og Kristófer Orri Þórðarson, GKG. Mynd: Golf 1 Í 2. sæti varð „heimamaðurinn“ Kristinn Reyr Sigurðsson, GR, sem leiddi í gær.  Hann var á samtals 5 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 20:20

Áskorendamótaröð Arion banka (3): Melkorka Knútsdóttir, Þórhildur Kristín Ásgeirsdóttir, Aron Atli Bergmann Valtýsson og Alexander Pétur Kristjánsson sigruðu í Grindavík – myndasería

Áskorendamótaröð Arion banka fór fram í dag, 16. júní 2012, á Húsatóftavelli, í Grindavík. Það voru 101 sem luku keppni en 106 voru skráðir í mótið. Enginn þátttakandi var í flokki pilta og stúlkna þ.e. aldursflokknum 17-18 ára.  Því var einungis keppt í flokki stelpna og stráka (14 ára og yngri) og telpna og drengja (15-16 ára). Langfjölmennasti flokkurinn var strákaflokkur, 14 ára og yngri stráka, en í dag kepptu 58 strákar á Húsatóftavelli. Sjá má myndaseríu úr mótinu með því að smella hér: ÁSKORENDAMÓTARÖÐ ARION BANKA(3): HJÁ GG – 16. JÚNÍ 2012 Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Stelpnaflokkur 14 ára og yngri: Það var Melkorka Knútsdóttir, GK, sem sigraði í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 20:15

Áskorendamótaröðin (3) á Húsatóftavelli hjá GG – 16. júní 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 19:15

EPD: Þórður Rafn í 4. sæti fyrir lokahringinn á Schloss Moyland Golfresort Classic

Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði 2. hring Schloss Moyland Golfresort Classic mótsins í Bedburg-Hau í Þýskalandi í dag á 71 höggi eða 1 undir pari og er sem stendur í 4. sæti á mótinu. Þórður Rafn deilir 4. sætinu með 3 öðrum 2 Þjóðverjum og 1 Frakka. Samtals er Þórður Rafn búinn að spila á 143 höggum eða 3 undir pari, sem er glæsileg spilamennska! Aðeins 2 högg skilja að Þórð Rafn og þá tvo sem eru í efsta sæti Tékkann Marek Novy og Þjóðverjann Allen John. Stefán Már Stefánsson, GR, lauk keppni í dag á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (79 73). Hann komst ekki í gegnum niðurskurð en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 18:00

LET: Artis og Yadloczky leiða fyrir lokahring Opna svissneska

Það eru þær Jessica Yadloczky frá Bandaríkjunum og Rebecca Artis sem leiða á Deutsche Bank Ladies Swiss Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.  Báðar eru þær búnar að spila hringina 3 á samtals 11 undir pari, 205 höggum; Yadloczky (69 71 65)  og Artis (64 71 70). Einu höggi á eftir er Ashleigh Simon frá Suður-Afríu, en hún er búin að spila á 10 undir pari, 206 höggum  (68 72 66). Í 4. sæti er síðan hollenska stúlkan Marjet Van Der Graaff, en hún spilaði á 9 undir pari,  207 höggum (69 71 67). Fimmta sætinu deila síðan 5 kylfingar: Diana Luna, sem á titil að verja, Laura Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 15:00

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 7

Nú verður fram haldið að draga upp mynd af eftirminnilegum augnablikum liðinna US Open móta: 13. US Open 1992 Tom Kite sigraði loks á US Open, 42 ára.  Hann hafði þegar að baki 16 sigra á PGA Tour, og var leiðandi á peningalistanum oftar en einu sinni.  Hins vegar var hann búinn að fá meira en nóg af þvi að heyra að hann væri besti kylfingur sem aldrei hefði sigrað á risamóti (líkt og Lee Westwood í dag).  Það breyttist allt saman á Pebble Beach, þrátt fyrir að mest allt mótið hafi annar risamótasigurlaus fjörutíuogeitthvað ára Bandaríkjamaður Gil Morgan verið líklegri til að sigra.  Hann leiddi eftir 3 hringi. En Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Harpa Ævarrsdóttir – 16. júní 2012

Það er Harpa Ævarrsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Harpa er fædd 16. júní 1967 og á því 45 ára stórafmæli í dag!!! Hún er móðir Ævarrs Freys, afrekskylfings í GA og er dugleg að fylgja syninum hvert á land sem er, sem kaddý. Ævarr tekur einmitt þátt í 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka í Korpunni í dag. Harpa vinnur hjá sýslumanninum á Akureyri, er ein af ofurlögfræðingum Norðurlands og sjálf ágætis kylfingur.  Komast má á facebook síðu Hörpu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Harpa Ævarrsdóttir (45 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Old Tom Morris, 16. júní 1821; Phil Mickelson, 16. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 10:30

PGA: Rory á leiðinni heim

Það er ljóst að Norður-Íranum 23 ára, Rory McIlroy, tekst ekki að verja titil sinn á US Open. Hann spilaði Olympic golfvöllinn í San Francisco á samtals 10 yfir pari (77 73) og er á leiðinni heim. Spilar ekki um helgina.  Líkt og í 3 skipti þar áður í 2 heimsálfum, með undantekningunni á FedEx St. Jude Classic þar sem hann varð T-7.  Spurningin var bara hvort andlitið hann myndi sýna á US Open? Ljóst er að æfingaleysi og of mikill tími sem varið hefir verið með kærestunni, er að koma niður á nr. 2 í heiminum. Vilji maður vera sá besti er fórnarkostnaðurinn hár. Eða eins og Rory sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 08:30

PGA: Tiger, Toms og Furyk leiða þegar US Open er hálfnað

Það eru Tiger Woods, David Toms og Jim Furyk, sem leiða þegar US Open risamótið er hálfnað.  Allir eru þeir búinir að spila á samtals 1 undir pari, samtals 139 höggum hver: Tiger (69 70); Toms (69 70) og Furyk (70 69). Sjá má brot úr viðtali við Tiger Woods eftir 2. hring með því að SMELLA HÉR:  Þetta er mót þeirra sem eru andlega sterkir, þolinmóðir og láta ekki endalausa erfiðleika Olympic golfvallarins slá sig út af laginu. Fjórir deila fjórða sætinu: Forystumaður gærdagsins Michael Thompson, Bandaríkjamaðurinn John Peterson, Belginn Nicholas Colsaerts og Norður-Írinn Graeme McDowell.  Allir eru þeir 2 höggum á eftir forystunni, búnir að spila á 1 Lesa meira