Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 22:00

Viðtalið: Berglind Björnsdóttir, GR

Hér á eftir fer viðtal við Berglindi Björnsdóttur, GR, sem sigraði svo glæsilega í kvennaflokki á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu úti í Vestmannaeyjum nákvæmlega fyrir viku síðan. Berglind spilaði á +11 yfir pari, samtals á 221 höggi  (78 71 72); lék framúrskarandi vel og var mjög stöðug.  Fremur hvasst var í Eyjum mótsdgana, 15m/sek, en það virðist hafa haft lítil áhrif á Berglindi. Berglind útskrifaðist úr MR 2011 og er nú við nám og spilar golf með UNCG  (skammst. fyrir: University of North Carolina, Greensboro) og það er greinilegt að á þessu eina ári í North Carolina hefir Berglind tekið miklum framförum.  Þó aðstæður séu allt aðrar til golfleiks í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 17:00

Unglingamótaröð Arion banka (3): 3 sigrar til GR; 2 til GK og 1 til GB – myndasería

Það voru 135 sem tóku þátt í 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka 15. og 16. júní s.l. Af sigurvegurunum 6 eru 3 sigurvegarar úr GR; þær Sunna Víðsidóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir; 2 koma úr GK þeir Gísli Sveinbergsson og Atli Már Grétarsson og 1 úr GB, Bjarki Pétursson. Það var Gísli Sveinbergsson, GK, sem var á besta skorinu í mótinu, samtals 1 yfir pari og var ásamt Bjarka Péturssyni, GB, sá eini sem átti hring undir pari, 71 högg á seinni degi. Af 18 efstu, þ.e. 3 efstu í hverjum flokki, eru 5 úr GR, 4 úr GK,   3 úr GKG, 2 úr GHD, 2 úr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 16:59

Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpu – seinni dagur – 16. júní 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 14:00

GOS & GHG: Ingunn Einarsdóttir var á besta skorinu í Opna Heimsferðarmótinu

Í gær, 16. júní, fór fram skemmtilegt opið golfmót þar sem fyrri 9 holur voru spilaðar á Svarfhólsvelli á Selfossi og seinni á Gufudalsvelli í Hveragerði.  Í verðlaun fyrir besta skor og 5 efstu sæti í punktakeppni voru glæsilegar peningafjárhæðir, sem gilda sem innborgun í golfferðir hjá ferðaskrifstofunni Heimsferðir. Þátttakendur að þessu sinni voru 72, þar af 12 konur.  Á besta skorinu í mótinu var einmitt ein af þeim 12 sem þátt tóku, Ingunn Einarsdóttir, GKG. Önnur úrslit urðu m.a. eftirfarandi: Höggleikur kvenna: Ingunn Einarsdóttir 72 högg. Höggleikur karla: Grímur Þórisson 74 högg eftir bráðabana við Guðmund Inga Einarsson.   Punktakeppni: 1. sæti Axel Óli Ægisson 40 punktar 2. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963 og er því 49 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna 2012 og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Jafnframt er hún dugleg að draga fyrir son sinn Enok, sem spilar á Áskorendamótaröð Arion banka. Dagbjört er gift Birgi Kjartanssyni og á auk Enoks, synina Aron og Ísak.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (49 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (74 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 10:45

PGA: Jim Furyk og Graeme McDowell efstir fyrir lokahring US Open

Það eru Jim Furyk og Graeme McDowell sem eru efstir og jafnir á US Open fyrir lokahring mótsins, sem spilaður verður í kvöld.  Báðir eru samtals á 1 undir pari, samtals 209 höggum eftir 3 hringi; Furyk (70 69 70) og McDowell (69 72 68). Einn í 3. sæti er Svíinn Fredric Jacobson á 1 yfir pari, 211 höggum (72 71 68).  Fjórða sætinu deila 4: Lee Westwood, Ernie Els, Blake Adams og Nicholas Colsaerts, allir á samtals 2 yfir pari. Tiger Woods átti slæman dag í gær og ólíklegt að hann vinni 15. risamótið í kvöld. Tiger er samtals á 4 yfir pari, 5 höggum á eftir forystunni, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 23:55

Sunna Víðisdóttir sigraði í stúlknaflokki 17-18 ára á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var forystukona gærdagsins, Sunna Víðsdóttir, GR, sem sigraði í dag á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpúlfsstaðavelli. Sunna spilaði á samtals 8 yfir pari, samtals 152 höggum (78 74). Sigur Sunnu var afgerandi því 10 högg skyldu hana og þá sem næst kom að. Í 2. sæti varð klúbbfélagi Sunnu, Rún Pétursdóttir. Rún spilaði á samtals 18 yfir pari, samtals 162  höggum (80 82). Í 3. sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir á 21 yfir pari, samtals 165 höggum (85 80). Helstu úrslit í stúlknaflokki 17-18 ára urðu annars eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Sunna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 23:25

Bjarki Pétursson sigraði í piltaflokki 17-18 ára á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var Bjarki Pétursson, GB, sem sigraði í piltaflokki á 3. móti Unglingamótarðar Arion banka, sem fram fór 15. og 16. júní 2012  á Korpúlfsstaðavelli. Bjarki var annar af tveimur af þeim 135 sem þátt tóku sem spilaði undir pari, en það gerði hann í dag, 16. júní 2012, þegar hann spilaði á 71 glæsihöggi!  Samtals spilaði Bjarki á 2 yfir pari, samtals 146 höggum (75 71). Í 2. sæti varð Emil Þór Ragnarsson, GKG,  á samtals 8 yfir pari, samtals 152 höggum (79 73). Í 3.-6. sæti urðu Daníel Hilmarsson, GKG; Ragnar Már Garðarsson, Ísak Jasonarson, GK og Oliver Fannar Sigurðsson, GK, allir á samtals 10 yfir pari. Helstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 22:35

Eva Karen Björnsdóttir sigraði í stelpuflokki 14 ára og yngri á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var Eva Karen Björnsdóttir, GR, sem sigraði á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka í dag.  Eva Karen og Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, voru jafnar eftir hefðbundnar 36 holur og því varð að koma til umspils milli þeirra þar sem Eva Karen hafði betur. Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK. Mynd: Golf 1 Báðar voru þær Eva Karen og Þóra Kristín á 29 yfir pari, samtals 173 höggum eftir 36 holur, Eva Karen (89 84) en Þóra Kristin (91 82). Í 3. sæti varð síðan Ólöf María Einarsdóttir, GHD, á samtals 33 yfir pari, samtals 177 höggum (88 89). Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Mynd: Golf 1 Helstu úrslit í stelpnaflokki 14 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 22:00

Atli Már Grétarsson sigraði í strákaflokki 14 ára og yngri á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var Atli Már Grétarsson, GK, sem sigraði í strákaflokki, þ.e. flokki 14 ára og yngri á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka. Atli Már spilaði á samtals 13 yfir pari, samtals 157 höggum (75 82). Í 2.-3 sæti varð Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 1 höggi á eftir Atla Má. Í 2.-3. sæti með Fannari Inga varð GA-ingurinn, Kristján Benedikt Sveinsson, á sama höggafjölda þ.e. samtals 14 yfir pari, samtals 158 höggum. Í 4. sæti varð síðan Henning Darri Þórðarson, GK, á 16 yfir pari, sléttum 160 höggum. Önnur úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur Lesa meira