
EPD: Þórður Rafn í 4. sæti fyrir lokahringinn á Schloss Moyland Golfresort Classic
Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði 2. hring Schloss Moyland Golfresort Classic mótsins í Bedburg-Hau í Þýskalandi í dag á 71 höggi eða 1 undir pari og er sem stendur í 4. sæti á mótinu. Þórður Rafn deilir 4. sætinu með 3 öðrum 2 Þjóðverjum og 1 Frakka. Samtals er Þórður Rafn búinn að spila á 143 höggum eða 3 undir pari, sem er glæsileg spilamennska! Aðeins 2 högg skilja að Þórð Rafn og þá tvo sem eru í efsta sæti Tékkann Marek Novy og Þjóðverjann Allen John.
Stefán Már Stefánsson, GR, lauk keppni í dag á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (79 73). Hann komst ekki í gegnum niðurskurð en hann var miðaður við 6 yfir pari. Stefán Már var því aðeins 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð.
Golf 1 óskar Þórði Rafni góðs gengis á lokahringnum á morgun!
Til þess að sjá stöðuna á Schloss Moyland Golfresort Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023