Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 08:30

PGA: Tiger, Toms og Furyk leiða þegar US Open er hálfnað

Það eru Tiger Woods, David Toms og Jim Furyk, sem leiða þegar US Open risamótið er hálfnað.  Allir eru þeir búinir að spila á samtals 1 undir pari, samtals 139 höggum hver: Tiger (69 70); Toms (69 70) og Furyk (70 69).

Sjá má brot úr viðtali við Tiger Woods eftir 2. hring með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er mót þeirra sem eru andlega sterkir, þolinmóðir og láta ekki endalausa erfiðleika Olympic golfvallarins slá sig út af laginu.

Fjórir deila fjórða sætinu: Forystumaður gærdagsins Michael Thompson, Bandaríkjamaðurinn John Peterson, Belginn Nicholas Colsaerts og Norður-Írinn Graeme McDowell.  Allir eru þeir 2 höggum á eftir forystunni, búnir að spila á 1 yfir pari, samtals 141 höggi.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti þegar US Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR: