Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 21:45

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði í flokki 15-16 ára telpna á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem sigraði í flokki 15-16 ára telpna á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpúlfsstaðavelli í dag. Ragnhildur spilaði hringina tvo á samtals 16 yfir pari, samtals 160 höggum (83 77) og var sú eina í telpnaflokki sem „breakaði“ 80, kom í hús á glæsilegum 77 höggum í dag!

F.v.: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og GHR; og sigurvegarinn í flokki 15-16 ára telpna Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Í 2. sæti varð Birta Dís Jónsdóttir, GHD,  á samtals 20 yfir pari, samtals  164 höggum (82 82).

Birta Dís Jónsdóttir, GHD. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð loks Stefanía Elsa Jónsdóttir á samtals 22 yfir pari, samtals 166 höggum (81 85).

Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA. Mynd: Golf 1

Önnur úrslit í telpnaflokki 15-16 ára urðu eftirfarandi:

1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 10 F 35 42 77 5 83 77 160 16
2 Birta Dís Jónsdóttir GHD 15 F 40 42 82 10 82 82 164 20
3 Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 15 F 43 42 85 13 81 85 166 22
4 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 10 F 43 43 86 14 81 86 167 23
5 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 11 F 40 45 85 13 88 85 173 29
6 Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 17 F 41 42 83 11 95 83 178 34
7 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 16 F 45 47 92 20 91 92 183 39
8 Hanna María Jónsdóttir GK 15 F 48 45 93 21 91 93 184 40
9 Elínora Guðlaug Einarsdóttir GS 19 F 42 43 85 13 100 85 185 41
10 Helga Kristín Einarsdóttir NK 15 F 50 45 95 23 93 95 188 44
11 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 20 F 47 49 96 24 93 96 189 45
12 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 24 F 50 54 104 32 97 104 201 57
13 Ásthildur Lilja Stefánsdóttir GKG 23 F 48 53 101 29 104 101 205 61
14 Bergrós Fríða Jónasdóttir GKG 27 F 48 57 105 33 104 105 209 65