Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 10:30

PGA: Rory á leiðinni heim

Það er ljóst að Norður-Íranum 23 ára, Rory McIlroy, tekst ekki að verja titil sinn á US Open. Hann spilaði Olympic golfvöllinn í San Francisco á samtals 10 yfir pari (77 73) og er á leiðinni heim. Spilar ekki um helgina.  Líkt og í 3 skipti þar áður í 2 heimsálfum, með undantekningunni á FedEx St. Jude Classic þar sem hann varð T-7.  Spurningin var bara hvort andlitið hann myndi sýna á US Open?

Ljóst er að æfingaleysi og of mikill tími sem varið hefir verið með kærestunni, er að koma niður á nr. 2 í heiminum. Vilji maður vera sá besti er fórnarkostnaðurinn hár.

Eða eins og Rory sagði eftir hringinn: „Þetta er alls ekki auðvelt alltaf. Þetta hefir verið mikil dýfa s.l. 6 vikur eða hvað sem það er … en ég sé enn nóg af góðum hlutum á hringjunum, þannig að það gefi mér von um að ekki sé langt undan að ég nái mér upp úr henni.“

Rory fór af flöt og bjóst við að hafa ekki náð niðurskurði, sem var. Niðurskurðurinn var miðaður við 8 yfir pari og skor Rory var 10 yfir.

„Ég er augljóslega mjög vonsvikinn,“ sagði Rory. „Það var ekki svona sem ég vildi spila. Ég skildi sjálfan mig eftir með mikið verk fyrir höndum eftir hring gærdagsins en ef ég á að vera hreinskilinn, allt í allt fannst mér ekki að ég hafi spilað illa s.l. tvo daga.“

Rory sagðist einfaldlega ekki hafa náð þeirri aðlögum sem Olympic Club golfvöllurinn krefðist.