Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 18:00

LET: Artis og Yadloczky leiða fyrir lokahring Opna svissneska

Það eru þær Jessica Yadloczky frá Bandaríkjunum og Rebecca Artis sem leiða á Deutsche Bank Ladies Swiss Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.  Báðar eru þær búnar að spila hringina 3 á samtals 11 undir pari, 205 höggum; Yadloczky (69 71 65)  og Artis (64 71 70).

Einu höggi á eftir er Ashleigh Simon frá Suður-Afríu, en hún er búin að spila á 10 undir pari, 206 höggum  (68 72 66).

Í 4. sæti er síðan hollenska stúlkan Marjet Van Der Graaff, en hún spilaði á 9 undir pari,  207 höggum (69 71 67).

Fimmta sætinu deila síðan 5 kylfingar: Diana Luna, sem á titil að verja, Laura Davies, Carly Booth, Stacy Lee Bregman og Caroline Masson, allar á 8 undir pari.

Einungis 3 högg skilja að efstu og þá sem er í 9. sæti og því stefnir í jafna og skemmtilega keppni á morgun!

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Deutsche Bank Ladies Swiss Open SMELLIÐ HÉR: