Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2012 | 11:10

LPGA: Veronica Felibert leiðir á Walmart NW Arkansas Championship eftir 1. dag

Það er nýliðinn á LPGA, Veronica Felibert, frá Venezuela sem er efst á Walmart NW Arkansas Championship eftir 1. dag.  Felibert spilaði á 6 undir pari, 65 höggum. Felibert fékk 7 fugla og 1 skolla á hringnum.  Veronica fékk þátttökurétt í mótinu sem 2. varamaður og 1. sætið eftir 1. dag mótsins kemur  eftir að hún komst þrívegis ekki í gegnum niðurskurð og viku eftir að hún fékk sér nýjan pútter. Fyrsta sætið er örugglega besta afmælisgjöf, sem Veronica hefir gefið sjálfri sér, en hún á afmæli í dag er 27 ára. Sjá má litla kynningu Golf 1 á Veronicu með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti 1 höggi á eftir er Shanshan Feng frá Kína á 5 undir pari og 66 höggum.

Þriðja sætinu deila Inbee Park og Mi Jung Hur frá Suður-Kóreu og  Karine Icher frá Frakklandi, allar á 4 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Walmart NW Arkansas Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: