Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2012 | 20:15

Evróputúrinn: Grégory Bourdy áfram í forystu þegar Opna írska er hálfnað

Það er Frakkinn Grégory Bourdy sem leiðir á Opna írska eftir 2. dag.  Bourdy er búinn að spila á samtals 12 undir pari, samtals 132 höggum (65 67).

Í 2. sæti er Englendingurinn Mark Foster.  Hann er samtals búinn að spila á 11 undir pari, er semsagt aðeins 1 höggi á eftir Bourdy, og því 133 höggum (66 67).

Þriðja sætinu deila landi Foster, Paul Warig, Ítalinn Lorenzo Gagli og „heimamaðurinn“ Pádraig Harrington.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Opna írska SMELLIÐ HÉR: