Kolbrúnu Ólafsdóttur (t.h.) afmæliskylfingur ásamt eiginmanni sínum Hilmari Halldórssyni í golfskála GVS á afmælisdaginn ásamt vinafólki sínu Gísla Vagni og Bryndísi. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2012 | 19:30

Hilmar Halldórsson á 50 ára stórafmæli í dag!!!

Hilmar Halldórsson á 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann fæddist 29. janúar 1962.  Hilmar er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.  Hann er kvæntur Kolbrúnu Ólafsdóttur og þau eiga 4 börn: Daníel, Ester, Ólaf og Helgu.  Hjónin Hilmar og Kolbrún eru báðir miklir kylfingar, en auk þess eru þau dugleg að draga fyrir son sinn Daníel sem spilar á Eimskipsmótaröðinni.

Í dag á merkisafmælisdaginn var þeim Hilmar og Kolbrúnu komið á óvart.  Þau voru bókuð með vinahjónum sínum, þeim Gísla Vagni Jónssyni og Bryndísi Garðarsdóttur í golfhring á Kálfatjarnarvöll á Vatnsleysuströnd og þar komu vinirnir hjónunum á óvart með kampavíni, jarðaberjum og súkkulaði.

Gerist ekki betra að spila golf í góðra vina félagsskap á jafn sólríkum og fallegum degi og í dag og vera síðan komið svona skemmtilega á óvart!!!

Golf 1 óskar Hilmar innilega til hamingju með árin 50!!!