Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 21:30

Tiger enn í 4. sæti á heimslistanum þrátt fyrir sigur á AT&T National

Tiger Woods er enn í 4. sæti á heimslistanum þrátt fyrir 3. sigur sinn á keppnistímabilinu á PGA Tour.

Hvað sem öðru líður þá hefir hann samt minnkað bilið umtalsvert milli sín og toppþrennunnar: Luke Donald, Rory McIlroy og Lee Westwood  eftir 2 högga sigur sinn á AT&T National á Congressional golfvellinum.

Jamie Donaldson, sem vann svo frækinn sigur á Opna írska og fór úr 116. sætinu í 63. sætið  þökk sé fyrsta sigri hans á evrópsku mótaröðinni.

Þeir sem eru á topp 20 á heimslistanum eru eftirfarandi:

1 Luke Donald 9.80 pkt., 2 Rory McIlroy 8.66, 3 Lee Westwood 8.21, 4 Tiger Woods 7.82, 5 Webb Simpson 6.55, 6 Bubba Watson 6.30, 7 Matt Kuchar 5.82, 8 Jason Dufner 5.70, 9 Justin Rose 5.55, 10 Hunter Mahan 5.36 11 Graeme McDowell 5.15, 12 Adam Scott 5.03, 13 Steve Stricker 4.93, 14 Martin Kaymer 4.82, 15 Phil Mickelson 4.78, 16 Dustin Johnson 4.72, 17 Zach Johnson 4.54, 18 Charl Schwartzel 4.52, 19 Rickie Fowler 4.45, 20 Louis Oosthuizen 4.44

Evrópskir kylfingar á topp-100 á heimslistanum eru:

22 Sergio Garcia, 26 Peter Hanson, 29 Ian Poulter, 30 Paul Lawrie, 34 Francesco Molinari, 35 Martin Laird, 36 Nicolas Colsaerts, 38 Thomas Björn, 40 Carl Pettersson, 43 Fredrik Jacobson, 44 Alvaro Quiros, 45 Rafael Cabrera Bello, 46 Simon Dyson, 48 Gonzalo Fernandez-Castaño, 51 Robert Karlsson, 56 Anders Hansen, 58 Robert Rock, 59 Paul Casey, 60 Pádraig Harrington, 63 Jamie Donaldson, 70 Matteo Manassero, 75 Miguel Angel Jiménez, 82 Darren Clarke, 85 Brian Davis, 87 Pablo Larrazabal, 88 Joost Luiten, 91 Alexander Noren, 96 Michael Hoey, 98 Richie Ramsay.

SJÁ MÁ NÚVERANDI STÖÐU Á HEIMSLISTANUM HÉR: 

Heimild: Sky Sports