Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 08:45

NK: Ólafur Björn spilaði á 64 höggum í gær á Meistaramóti NK – Karlotta efst í kvennaflokki

Ólafur Björn Loftsson tók forystuna á 3. deginum á Meistaramóti Nesklúbbsins í gær. Hann lék 8 undir pari – glæsilegum 64 höggum!!!  Á hringnum fékk Ólafur Björn 1 örn, sjö fugla og einn skolla og það var einkum snilli í stutta spilinu sem skilaði árangrinum góða. Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á 16 undir pari, 200 höggum (68 68 64).  5 höggum munar nú á Ólafí Birni og Nökkva og 6 högg á Ólafi og Oddi Óla sem er í 3. sæti og verða það þessir 3, sem berjast um meistaratitilinn í dag. Staðan fyrir lokahringinn sem spilaður verður í dag í Meistaraflokki karla á Meistaramóti NK 2012 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 08:00

GOS: Úrslit í Meistaramóti barna og unglinga

Meistaramót barna og unglinga hjá Golfklúbbi Selfoss lauk s.l. miðvikudag 4. júlí, en mótið var fyrir styttra komna. Krakkarnir sýndu frábær tilþrif og voru sér og GOS til sóma alla dagana. Spilaðir voru 3 x 9 holur. Úrslit voru eftirfarandi: 8 – 10 ára flokkur 1. Sverrir Óli Bergsson 2. Jón Smári Guðjónsson 3. Björn Ólafur Haraldsson 11 – 12 ára flokkur 1. Máni Páll Eiríksson 2. Haukur Páll Hallgrímsson 3. Vala Guðlaug Jónsdóttir 13 – 14 ára flokkur 1. Stefán Fannar Haraldsson 2. Kasper Örn Jakobsson

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 07:00

GVS: Guðbjörn og Petrún klúbbmeistarar Golfklúbbs Vatnsleysustrandar 2012

Meistaramóti GVS 2012 er nú lokið. Þátttakendur að þessu sinni voru 44. Klúbbmeistarar GVS 2012 eru Guðbjörn Ólafsson og Petrún Björg Jónsdóttir. Úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla:  Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur 1 Guðbjörn Ólafsson GVS -1 F 43 38 81 9 77 72 75 81 305 17 2 Davíð Hreinsson GVS 8 F 38 40 78 6 81 83 82 78 324 36 3 Reynir Ámundason GVS 6 F 42 43 85 13 80 91 85 85 341 53 4 Snorri Jónas Snorrason GVS 9 F 48 41 89 17 83 84 86 89 342 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 23:00

GK: Signý spilaði á 69 höggum í dag á Meistaramóti Keilis!!!

Íslandsmeistarinn í holukeppni í kvennaflokki 2012,  Signý Arnórsdóttir átti glæsihring á Meistaramóti Keilis í dag upp á 69 högg og er það lægsta skorið til þessa í  Meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Keilis. Signý fékk 4 fugla og 2 skolla á hringnum en fuglarnir komu á 1. !!!; 3.; 7. og 16. braut en skollarnir komu á 8. og 10. braut.  Signý er í 2. sæti á Meistramótinu 2 höggum á eftir Tinnu Jóhannsdóttir, sem leiðir. Samtals er hún búin að spila á 3 yfir pari, samtals 216 höggum (73 74 69). Tinna Jóhannsdóttir er efst í 1. sæti, búin að leiða allt mótið í kvennaflokki og freistar þess að verja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 22:30

GK: Rúnar efstur fyrir lokahringinn á Meistaramóti Keilis – spilaði á 67 glæsihöggum í dag!!!

Rúnar Arnórsson er enn efstur eftir 3 hringi og er búinn að vera í forystu allt Meistaramót Keilis.  Hver einasti af 3 hringjum hans hefir verið undir pari og ljóst að Rúnar er að spila stórglæsilegt golf og er í yfirburða spilaformi. Í dag átti hann enn einn glæsihringinn upp á  4 undir pari, 67 högg.  Hann fékk 5 fugla og 1 skolla á hringnum. Fuglarnir komu á  4., 7., 10., 14. og 17. braut og skollinn á 18.  Samtals er Rúnar búinn að spila á 11 undir pari, samtals 202 höggum (66 69 67). Í 2. sæti fyrir lokahringinn er Íslandsmeistarinn í höggleik 2011, Axel Bóasson, sem líka spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 19:50

Einn efnilegasti kylfingur Evrópu keppir á Íslandi

Undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða, European Challenge Troyphy mótið, fer fram í næstu viku á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Í mótinu leika átta karlalandslið en auk Íslands leika Belgía, Holland, England, Portúgal, Rússland, Serbía og Slóvakía. Hollendingurinn Daan Huizing er forgjafalægsti kylfingurinn í mótinu en hann er með +7,0 í forgjöf. Hann er talinn vera einn efnilegasti kylfingur Evrópu um þessar mundir og ekki af ástæðulausu. Huizing, sem er tvítugur að aldri, er í fjórða sæti áhugaheimslistans og vann sex áhugamannamót á síðasta ári. Í ár hefur Huizing fylgt eftir góðu gengi og setti met í St. Andrews Trophy Links mótinu fyrir skömmu þegar hann sigraði á samtals 23 höggum undir pari. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 19:15

Evróputúrinn: Marcel Siem í forystu þegar Alstom Open de France er hálfnað

Það er Þjóðverjinn Marcel Siem sem hefir tekið forystu þegar Alstom Open de France er hálfnað á Le Golf National golfvellinum í París. Siem er samtals búinn að spila á 6 undir pari, samtals 136 höggum (68 68). Í 2. sæti er Svíinn Alexander Noren aðeins 1 höggi á eftir. Í 3. sæti eru Daninn Anders Hansen og George Coetze frá Suður-Afríku á samtals 138 höggum þ.e. 4 undir pari. Matteo Manassero frá Ítalíu sem átti svo glæsilegan hring upp á 66 högg í gær spilaði á 75 höggum í dag og er dottinn úr 2. sætinu niður í það 14.  sem hann deilir með 11 öðrum , þ.á.m. Graeme Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 18:25

GK: Dröfn Þórisdóttir vann 3. flokk kvenna og Lilja Bragadóttir 4. flokk kvenna á Meistaramóti Keilis

Nú í vikunni lauk keppni í 3. og 4. flokki kvenna hjá Golfklúbbnum Keili.  Þátttakendur í 3. flokki að þessu sinni voru 16 og í 4. flokki 14, þ.e. samtals 30 konur tóku þátt. Þann 3. júlí var síðan sameiginlegur kvöldverður hjá Keiliskonunum 30 og er hér nokkrar myndir sem Þórunn Bergsdóttir tók við það tækifæri:   Hér er helstu úrslit: 3. flokkur kvenna: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur 1 Dröfn Þórisdóttir GK 20 F 47 50 97 26 96 104 97 297 84 2 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir GK 20 F 51 44 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 18:00

Golfklúbbur Hellu í 60 ár – sögur og fleyg orð (8. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Hér í kvöld verður fram haldið með sögur og fleyg orð í sögu Golfklúbbs Hellu, teknum saman af Ólafi Stolzenwald: Upp á þak fór kúlan: Það voru oft erfitt að taka fyrsta höggið í meistaramóti hjá Rúdólf Stolzenwald,  hann var að slá á gömlu fyrstu á gamla vellinum á Strönd.  Við flötina voru gömul útihús sem hann sló upp á þak og lenti kúlan á milli tveggja bursta.  ,,hvaða járnkylfu get ég tekið þarna segir Rúdólf ?‘‘  þá öskraði einhver sem stóð nálægt ….nú þakjárn. Billi okkar: Nokkrir ghr félagar að spila Billa, eða Brynjólfi heitnum.  Billi var vanur að slá æfingahögg nánast við boltann og ganga eitt til tvö Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 14 ára í dag. Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilar á Unglingamótaröð Arion banka og hefir staðið sig frábærlega í sumar.  T.a.m. sigraði hún á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og það kom til umspils um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Frábær árangur hjá stórefnilegum kylfingi!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arnaud Massey, 6. júlí 1877;  Azuma Yano, 6. júlí 1977 (35 ára) ….. og ….. Liz Baffoe Þórhalla Arnardóttir (48 ára) Healing Energy Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira