Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 19:15

Evróputúrinn: Marcel Siem í forystu þegar Alstom Open de France er hálfnað

Það er Þjóðverjinn Marcel Siem sem hefir tekið forystu þegar Alstom Open de France er hálfnað á Le Golf National golfvellinum í París. Siem er samtals búinn að spila á 6 undir pari, samtals 136 höggum (68 68).

Í 2. sæti er Svíinn Alexander Noren aðeins 1 höggi á eftir.

Í 3. sæti eru Daninn Anders Hansen og George Coetze frá Suður-Afríku á samtals 138 höggum þ.e. 4 undir pari.

Matteo Manassero frá Ítalíu sem átti svo glæsilegan hring upp á 66 högg í gær spilaði á 75 höggum í dag og er dottinn úr 2. sætinu niður í það 14.  sem hann deilir með 11 öðrum , þ.á.m. Graeme McDowell og Ian Poulter.

Til þess að sjá stöðuna þegar Alstom Open de France er hálfnað SMELLIÐ HÉR: