Golfklúbbur Hellu í 60 ár – sögur og fleyg orð (8. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Hér í kvöld verður fram haldið með sögur og fleyg orð í sögu Golfklúbbs Hellu, teknum saman af Ólafi Stolzenwald:
Upp á þak fór kúlan: Það voru oft erfitt að taka fyrsta höggið í meistaramóti hjá Rúdólf Stolzenwald, hann var að slá á gömlu fyrstu á gamla vellinum á Strönd. Við flötina voru gömul útihús sem hann sló upp á þak og lenti kúlan á milli tveggja bursta. ,,hvaða járnkylfu get ég tekið þarna segir Rúdólf ?‘‘ þá öskraði einhver sem stóð nálægt ….nú þakjárn.
Billi okkar: Nokkrir ghr félagar að spila Billa, eða Brynjólfi heitnum. Billi var vanur að slá æfingahögg nánast við boltann og ganga eitt til tvö skref fram úr sveiflunni. Addi sem var í hollinu gekk iðulega í jogging buxum með útstæðum vösum á þessum árum og þegar Billi tók æfingahöggið og tók sín tvo skref, þá labbaði Addi af stað og Billi slær aftur og viti menn að kúlan fór rakleiðis í vasa Adda.
Atvinnumaðurinn: Smá saga af Gunnari Hübner sem stundum var kallaður atvinnumaðurinn því hann tók golfið föstum tökum, en hann vann með Hermanni formanni og Boga Thor á símstöðinni og þeir miklir golfáhugamenn. Gunnar segir: ,,Síðsumars sirka árið 1977 þurfti ég vegna vinnu að fá upplýsingar frá Boga Thor og frétti að hann væri staddur á golfvellinum. Þar fann ég hann en hann sagðist ekki svara spurningum mínum fyrr en ég hefði slegið golfkúlu. Ég sló þrjú vindhögg áður en kúlan hreyfðist, fékk svör við spurningum mínum og hélt áfram að vinna. Það sem eftir var dags var ég sífellt að hugsa um hvort þetta væri virkilega svona erfitt eða hvort ég væri bara alveg einstakur klaufi? Um kvöldið fór ég til Boga og fékk lánað settið hjá honum til að prófa þetta betur. Þar með var ég kominn með bakteríuna! Ekki leið vika áður en ég var búinn að fá mér sett og farinn að stunda golf,,
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024