Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 23:00

GK: Signý spilaði á 69 höggum í dag á Meistaramóti Keilis!!!

Íslandsmeistarinn í holukeppni í kvennaflokki 2012,  Signý Arnórsdóttir átti glæsihring á Meistaramóti Keilis í dag upp á 69 högg og er það lægsta skorið til þessa í  Meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Keilis. Signý fékk 4 fugla og 2 skolla á hringnum en fuglarnir komu á 1. !!!; 3.; 7. og 16. braut en skollarnir komu á 8. og 10. braut.  Signý er í 2. sæti á Meistramótinu 2 höggum á eftir Tinnu Jóhannsdóttir, sem leiðir. Samtals er hún búin að spila á 3 yfir pari, samtals 216 höggum (73 74 69).

Tinna Jóhannsdóttir er efst í 1. sæti, búin að leiða allt mótið í kvennaflokki og freistar þess að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Hún átti líka glæsihring undir pari á 1. degi þ.e. 1 undir pari en er samtals búin að spila á 1 yfir pari 214 höggum (70 73 71).

Í 3. sæti er Þórdís Geirsdóttir á 27 yfir pari nokkur mikill munur á henni og þeim sem efstar eru og því ljóst að það stefnir í einvígi milli Signýar og Tinnu á morgun!!!

Staðan í Meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Keilis 2012 fyrir lokahringinn er eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Tinna Jóhannsdóttir GK 1 F 34 37 71 0 70 73 71 214 1
2 Signý Arnórsdóttir GK 3 F 34 35 69 -2 73 74 69 216 3
3 Þórdís Geirsdóttir GK 5 F 46 37 83 12 79 78 83 240 27
4 Jódís Bóasdóttir GK 7 F 42 44 86 15 81 80 86 247 34
5 Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK 6 F 45 46 91 20 82 87 91 260 47