GS: Örn Ævar og Karen klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja 2012
Örn Ævar Hjartarson og Karen Sævarsdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja 2012. Örn Ævar spilaði á samtals 2 undir pari, samtals 286 höggum (73 70 69 74) og átti 2 högg á þann sem næstur kom Guðmund Rúnar Hallgrímsson, sem hafnaði í 2. sæti. Örn Ævar spilaði Hólmsvöll tvívegis undir pari á 2. og 3. hring sínum, en á 2. hring var á glæsilegum 3 undir pari og fékk m.a. flottann örn á 14. braut! Í kvennaflokki sigraði Karen Sævarsdóttir, spilaði á samtals 29 yfir pari, 317 höggum (84 77 80 76). Líkt og í karlaflokkinum átti Karen 2 högg á nöfnu sína Guðnadóttur, sem varð í 2. sæti á 31 Lesa meira
Evróputúrinn: Howell og Hansen efstir fyrir lokahringinn í París
Það eru Englendingurinn David Howell og Daninn Anders Hansen sem leiða fyrir lokahringinn á Alstom Open de France á Le National golvellinum í París. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 6 undir pari, 207 höggum; Howell (70 70 67) og Hansen (70 68 69). „Ég spilaði fallega“ sagði Howell „Þetta hafa verið 3 góðir hringir.“ Í þriðja sæti er George Coetzee frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir. Heimamaðurinn Raphaël Jacquelin og sá sem hafði forystuna í gær Þjóðverjinn Marcel Siem deila síðan 4. sætinu á 4 undir pari hvor. Ian Poulter og Henrik Stenson eru svo í 6. sæti á 3 undir pari. Til þess að sjá Lesa meira
GHR: Hafdís Alda og Andri Már klúbbmeistarar Golfklúbbs Hellu 2012
Það eru Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Andri Már Óskarsson, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Hellu 2012. Þeim tókst báðum að verja klúbbmeistaratitla sína frá árinu 2011. Að þessu sinni, á 60 ára afmælisárinu, voru 38 manns sem tóku þátt í Meistaramóti GHR. Spilað var í 10 flokkum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla fgj. 0-5: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur 1 Andri Már Óskarsson GHR -1 F 36 32 68 -2 71 77 75 68 291 11 2 Einar Long GHR 3 F 36 37 73 3 74 74 76 73 297 17 3 Óskar Pálsson GHR Lesa meira
GH: Arnar Vilberg Ingólfsson klúbbmeistari Golfklúbbs Húsavíkur 2012
Í ár tóku 12 þátt í Meistaramóti Golfklúbbs Húsavíkur. Einungis var spilað í 1 flokki karla vegna ónógrar þátttöku. Klúbbmeistari GH 2012 er Arnar Vilberg Ingólfsson. Hann spilaði erfiðan Katlavöllinn á samtals 26 yfir pari, samtals 306 höggum (78 79 73 76). Úrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Húsavíkur eu að öðru leyti eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur 1 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 F 40 36 76 6 78 79 73 76 306 26 2 Axel Reynisson GH 4 F 38 36 74 4 79 80 80 74 313 33 3 Magnús Guðjón Hreiðarsson GH 7 Lesa meira
GÍ: Auðunn og Bjarney klúbbmeistarar Golfklúbbs Ísafjarðar 2012
Auðunn Einarsson og Bjarney Guðmundsdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Ísafjarðar 2012. Í 2. flokki karla sigraði Jón Halldór Oddsson og í unglingaflokki vann Jón Hjörtur Jóhannesson. Þátttakendur í Meistaramóti GÍ voru 27 að þessu sinni. Sjá má öll úrslit hér fyrir neðan: 1. flokkur karla Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur 1 Auðunn Einarsson GÍ -1 F 40 39 79 9 75 72 74 79 300 20 2 Anton Helgi Guðjónsson GÍ 1 F 40 39 79 9 72 79 74 79 304 24 3 Magnús Gautur Gíslason GÍ 4 F 40 44 84 14 78 76 78 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Dúadóttir – 7. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Auður Dúadóttir. Auður er fædd á Húsavík, 7. júlí 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Auður er í Golfklúbbi Akureyrar. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri, t.a.m. nú síðast á KS mótinu á Sauðárkróki ásamt manni sínum Þóri Þórissyni. Auður á 4 börn. Komast má á facebook síðu afmælskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Auður Dúadóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tony Jacklin, 7. júlí 1944 (68 ára) …… og …… Gabriela Cesaro Sigurborg Eyjólfsdóttir (49 ára) Agnes Charlotte Krüger (48 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira
GOS: Hlynur Geir setti glæsilegt nýtt vallarmet á Svarfhólsvelli – 62 högg!!!! Alexandra Eir leiðir í kvennaflokki
Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS, nýútskrifaður PGA golfkennari og efsti maður á stigalista GSÍ, tók sig til og setti glæsilegt vallarmet á Svarfhólsvelli í gær á Meistaramóti klúbbsins. 62 högg!!!! Þetta er met sem líklega verður seint slegið…. nema kannski af Hlyni Geir sjálfum! Hlynur Geir skilaði „hreinu“ skorkorti í hús með 8 glæsifuglum á. Fuglarnir komu á 1. 2., 4. 6., og 9. holu á fyrri 9 og á 3.(12.braut) 6. (15. braut) og 8. (17. braut) á seinni 9. Það er í raun auðveldara að telja upp þær brautir sem Hlynur fékk ekki fugl á þ.e. 5. og 7. holu!!! Með hringnum er Hlynur Geir næsta búinn að Lesa meira
LPGA: Suzann Pettersen leiðir þegar US Women´s Open er hálfnað
„Norska frænka okkar“ Suzann Pettersen er komin í forystu í US Women´s Open þegar mótið er hálfnað. Suzann er samtals búin að spila á 5 undir pari, 139 höggum (71 68) á hinum erfiða Blackwolf Run golfvelli í Kohler, Wisconsin. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þær Michelle Wie og Cristie Kerr. Langt síðan Wie hefir verið að berjast um 1. sætið og gaman að sjá hana aftur í toppbaráttu! Fjórða sætinu deila 3 kylfingar sem búnir eru að spila á samtals 3 undir pari, þ.e. þýska W7-módelið fyrrverandi Sandra Gal, Inbee Park frá Suður-Kóreu og Vicky Hurst frá Bandaríkjunum. Í 7. sæti eru nýliðinn Lizette Salas, Lesa meira
PGA: Tiger og Lefty úr leik – Webb Simpson efstur – hápunktar og högg 2. dags
Það er Webb Simpson sem leiðir þegar Greenbrier Classic er hálfnað. Simpson er búinn að spila á samtals 9 undir pari, samtals 132 höggum (65 66). Vegna óveðurs varð að fresta mótinu og eiga nokkrir eftir að ljúka leik þ.á.m. Martin Flores, sem eftir á að spila 2 holur, er sem stendur á 16. holu og 8 undir pari og gæti því enn tekið 1. sætið af Simpson. Fjórir kylfingar hafa lokið leik á samtals 8 undir pari, samtals 133 höggum þ.e. Jonathan Byrd, Charlie Beljan, Jeff Maggert og Jerry Kelly og deila sem stendur 2. sæti. Niðurskurður var miðaður við 1 undir pari. Allt þar yfir er á leiðinni Lesa meira
GR: Ólafía Þórunn setti vallarmet á Meistaramóti GR – spilaði Grafarholtið á 67 höggum!!! – Haraldur Franklín efstur fyrir lokahringinn
Klúbbmeistari GR 2011, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum á Grafarholtsvelli í gær, spilaði á 4 undir pari, 67 glæsihöggum!!! Ólafía bætti þar með fyrra vallarmet sitt um 1 högg. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 5 undir pari samtals. Ólafía átti frábæra byrjun í Grafarholtinu fékk 3 fugla í röð á fyrstu 3 brautunum og síðan glæsilegan örn á 4. braut. svo fékk hún skolla á 8. og 10. braut, en tók það aftur með fuglum á 12. og 13. braut. Á hinni frægu par-5 15. braut (sem Ólafía Þórunn spilar venjulega svo vel) fékk hún slæman skramba 7 högg og síðan lauk hún Lesa meira








