Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 13:00

GG: Nýr 18 holu Húsatóftavöllur tekinn í notkun í dag – 6. júlí 2012

Stjórn og vallarstjóri Golfklúbbs Grindavíkur hafa ákveðið að í dag, 6. júlí verði Húsatóftavöllur opinn sem 18 holu golfvöllur. Samhliða þessu verður tekin upp rástímaskráning á golf.is. Félagar í GG hafa 3 daga fyrirvara á skráningu á meðan aðrir gestir hafa dags fyrirvara. Með þessu hverfur óvissa fyrir gesti Húsatóftavallar varðandi bókanir á völlinn og betri yfirsýn með skráningum og umferð um völlinn. Kylfingar eru þó beðnir um að sýna umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum þar sem spretta á þeim hefur ekki verið samkvæmt væntingum og áætlunum vegna mikilla þurrka síðustu vikur. Vegna þessa verða leyfðar færslur á sáðu svæði á brautum 5, 6, 7, 8 og 18 (þrjár þeirra eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 12:00

GKG: Sigurður Arnar Garðarsson og Herdís Lilja Þórðardóttir klúbbmeistarar 12 ára og yngri hjá GKG – myndasería

Þriðjudaginn í þessari viku lauk meistaramóti 12 ára og yngri hjá GKG. Alls voru 22 þátttakendur.  Klúbbmeistari GKG í flokki 12 ára og yngri stráka varð Sigurður Arnar Garðarson og klúbbmeistari í flokki 12 ára og yngri stelpna Herdis Lilja Þórðardóttir. Spilaðir voru 3 9 holu hringir í Mýrinni.  Sigurður Arnar spilaði hringina 3 á samtals 115 höggum (35 40 40). Herdís Lilja spilaði sína hringi á samtals 165 höggum (59 56 50) þ.e. bætti sig með hverjum hring. Sjá má myndaseríu frá meistaramóti GKG í flokki barna og unglinga með því að SMELLA HÉR:  Úrslit í stráka og stelpuflokki 12 ára og yngri hjá GKG voru eftirfarandi: Strákaflokkur 12 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 10:45

PGA: Tiger berst við að komast í gegnum niðurskurð á Greenbrier Classic

Tiger Woods kom fram í fyrstu keppni sinni í West Viginia í gær og lauk 1. hring við bestu aðstæður á 71 höggi á Greenbrier Classic og er einn 24 kylfinga sem deilir 88. sæti. Tiger byrjaði á 10. teig. Hann byrjaði glæsilega fékk fugla á 11. og 12. braut áður en hann fékk skolla á hinni erfiðu 13. braut Old White, en það er 494 yarda par-4 braut. Fjórtánfaldur risamótsmeistari Tiger fékk síðan 3 pör áður en hann sló teighögg sitt í vatnshindrun hægra megin á 17. braut. Hann lauk þeirri braut á bogey, 7 höggum og síðan fyrri 9  á 37 höggum.   Á seinni 9 hjá Tiger Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 09:00

Hver er nýliðinn Lizette Salas sem nú deilir 1. sæti á US Women´s Open?

Hver er þessi Lizette Salas sem nú deilir 1. sæti með einhverjum þekktustu kvenkylfingum Bandaríkjanna Cristie Kerr og Brittany Lincicome, á einu stærsta risamóti kvennagolfsins, sem hófst í Kohler, Wisconsin í gær? Hvort heldur henni tekst að halda forystunni þá er hún þegar sigurvegari, því saga hennar er bandaríski draumurinn, sem oft virðist aðeins til í þokukenndri fortíð. Lizette er 22 ára frá Azusa og er sú fyrsta í sinni fjölskyldu til að ljúka háskólanámi.  Hún lærði í USC (University of Southern California) á golfskólastyrk og veitti öðrum svo mikinn innblástur að hún fékk að halda ræðuna við útskrift úr íþróttadeild USC s.l. maí. Þar sagði hún m.a.: „Þaðan sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 07:00

LPGA: Kerr, Lincicome og Salas í 1. sæti eftir 1. dag á US Women´s Open

Það eru 3 bandarískir kylfingar sem deila 1. sætinu eftir 1. dag US Women´s Open risamótsins, sem hófst á Black Wolf Run golfvellinum í Kohler í Wisconsin í gær. Þetta eru nýliðinn Lizette Salas, Brittany Lincicome og Cristie Kerr.  Allar spiluðu þær á 3 undir pari, 69 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þær Lexi Thompson, Ai Miyazato, Beatriz Recari og  Jennie Lee – voru allar á 70 höggum. Í 8. sæti eru síðan 7 kylfingar þ.á.m. „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen og þýska W7-módelið fyrrverandi Sandra Gal, spiluðu á 1 undir pari hver, eða 71 höggi. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag US Women´s Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 23:15

PGA: Singh efstur á Greenbrier eftir 1. dag – spilaði á 63 glæsihöggum!!!

Vijay Singh frá Fidji-eyjum er efstur eftir 1. dag á Greenbrier Classic.  Hann spilaði á 63 glæsihöggum – fékk 8 fugla og 1 skolla.  Hann átti frábæran kafla (á 15.-18. braut) þar sem hann fékk 4 fugla í röð. í 2.-4. sæti eru 3 bandarískir kylfingar: Jeff Maggert, Martin Flores og Jonathan Byrd. Þeir eru allir 1 höggi á eftir Vijay, komu í hús á 64 höggum, hver. Tiger Woods deilir 88. sætinu, er einn af 24 kylfingum sem spiluðu á 1 yfir pari.  Meðal þeirra sem deila sætinu með Tiger eru menn á borð við Jim Furyk, Camilo Villegas, Phil Mickelson og Dustin Johnson. Til þess að sjá stöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 22:30

GK: Rúnar á glæsilegum 69 höggum – í 1. sæti á Meistaramóti Keilis eftir 2. dag

Rúnar Arnórsson átti annan glæsihringinn undir pari á Meistaramóti Keilis í dag.  Það verður alltaf neyðarlegra að gengið hafi verið framhjá kylfingi sem Rúnari í nývalið karlalandslið; hann átti svo sannarlega skilið sæti þar – maður sem skilar hringjum undir pari dag eftir dag, mót eftir mót. Hann kom í hús í dag á 2 undir pari, glæsilegum 69 höggum!!! Hann er því samtals búinn að spila 7 undir pari, samtals 135 höggum  (66 69). Í dag átti hann stórkostlegan kafla í Hrauninu þegar hann fékk 4 fugla í röð (á 4., 5., 6. og 7. braut). Síðan tók við dekkri kafli þegar hann fékk 3 skolla á næstu 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 18:00

Golfklúbbur Hellu í 60 ár – sögur og fleyg orð (7. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Hér er komið að skemmtilegum hluta í samantekt Ólafs Stolzenwald, en það eru nokkrar vel valdar sögur úr 60 ára sögu GHR: Flugumferð: Flugbrautin okkar 3. braut ber nafn sitt með rentu,  því að tryggingasali úr borginni flaug reglulega með golfsettið og lenti á 3. holunni og hóf leik sem fyrstu holu og hans átjánda braut var því önnur hola hans! Pípan aldrei langt undan: Geinarhöfundur man eftir því að hafa spilað vorgolf með Hauk Baldvinssyni brautryðjanda í trjáræktinni á Strandarvelli,  kallinn sem þekktur fyrir að reykja pípu,  lenti í hól á 6 braut og var eitthvað basla með það að koma kúlinni úr loðnum hólnum.  Það gekk en ákvað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 16:00

Angel Yin er aðeins 13 og yngst þeirra sem spila á US Women´s Open risamótinu í ár

US Women´s Open eða Opna bandaríska kvennamótið hefst nú í vikunni á Black Wolf Run golfvellinum í Kohler, Wisconsin. Þegar Angel Yin gekk hljóðlega að æfingasvæðinu á lokaæfingu á Black Wolf Run þá var enginn sem bað hana um eiginhandaáritun og í raun ekki nokkur sem tók eftir henni.  Hún hélt líka höfðinu niðri. En þrátt fyrir vöntun á athygli þá er nafn Yin á allra vörum í blaðamannaherberginu, því hún er yngst þeirra sem taka þátt í US Open að þessu sinni, 13 ára.  Setjum þetta aðeins í samhengi – hún var ekki einu sinni fædd þegar Se Ri Pak vann síðasta US Open sem haldið var á Black Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Agnar Daði Kristjánsson. Agnar Daði er fæddur 5. júlí 1999 og er því 13 ára í dag. Agnar Daði er í Golfklúbbi Húsavíkur (GH). Hann spilar m.a. á Áskorendamótaröð Arion banka og hefir staðið sig vel.  Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Agnar Daði Kristjánsson (13 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurður Hafsteinsson 5. júlí 1956 (56 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (55 ára); Markus Brier, 5. júlí 1968 (44 ára) …… og ……. Snorri Páll Ólafsson (23 ára) Valdís Guðbjörnsdóttir (45 ára) Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir-Mensý (48 ára) Íris Björg Þorvarðardóttir (38 ára) Guðjón D Lesa meira