Einn efnilegasti kylfingur Evrópu keppir á Íslandi
Undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða, European Challenge Troyphy mótið, fer fram í næstu viku á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Í mótinu leika átta karlalandslið en auk Íslands leika Belgía, Holland, England, Portúgal, Rússland, Serbía og Slóvakía.
Hollendingurinn Daan Huizing er forgjafalægsti kylfingurinn í mótinu en hann er með +7,0 í forgjöf. Hann er talinn vera einn efnilegasti kylfingur Evrópu um þessar mundir og ekki af ástæðulausu. Huizing, sem er tvítugur að aldri, er í fjórða sæti áhugaheimslistans og vann sex áhugamannamót á síðasta ári. Í ár hefur Huizing fylgt eftir góðu gengi og setti met í St. Andrews Trophy Links mótinu fyrir skömmu þegar hann sigraði á samtals 23 höggum undir pari. Hann vann mótið með 14 högga mun.
Huizing hefur tvívegis leikið á Evrópumótaröðinni en í bæði skiptin var það á KLM Open mótinu sem fram fer í Hollandi. Hann komst í gegnum niðurskurðinn í mótinu á síðasta ári. Það er tilvalið fyrir íslenska golfáhugamenn að mæta til að fylgjast með Huizing spreyta sig gegn íslensku strákunum á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Englendingar senda einnig sterkt landslið til leiks og er aldrei að vita nema að í því hópi leynist kylfingur sem gæti orðið næsta stjarna Englendinga í golfinu.
Þrjá efstu þjóðirnar í mótinu komast áfram í Evrópumótið sem fram fer í Silkeborg í Danmörku á næsta ári. Leikinn er höggleikur í mótinu þar sem fimm bestu skor af sex telja. GSÍ hefur opnað heimasíðu sem hýsir allar upplýsingar um mótið. Þar verður einnig hægt að finna lifandi skor frá mótinu meðan á keppni stendur.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024