Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2012 | 13:15

Afmæliskylfingar dagins: Alexander Norén og Sophie Giquel-Bettan – 12. júlí 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir sænski kylfingurinn Alexander Norén, sem er í uppáhaldi hjá sumum hérlendis og spilar á evrópsku mótaröðinni og franski kylfingurinn Sophie Giquel-Bettan, sem spilar á LET og er kannski minna þekkt.  Þau eru bæði fædd 12. júlí 1982 og eiga því 30 ára stórafmæli í dag!

Sophie Giquel-Bettan gerðist atvinnumaður í golfi 6. nóvember 2003.  Hún er m.a. fjórfaldur franskur kvenmeistari í höggleik. Hún giftist Axel Bettan sem jafnframt er kaddýinn hennar. Hún er ein af þeim sem oft nær góðum árangri í mótum á LET en þar hefir henni aðeins tekist að sigra 1 sinni þ.e. í Ladies Open de Portugal 2007 á Gramacho golfvellinum í Algarve.

Sophie Giquel-Bettan

Alexander Norén spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu með Oklahoma State og gerðist atvinnumaður 2005.  Hann á að baki 1 sigur í Áskorendamótaröðinni og 3 á evrópsku mótaröðinni.  Á evrópsku mótaröðinni sigraði hann Omega European Masters 6. september 2009 og hinir tveir sigrarnir komu í fyrra þ.e. Saab Wales Open 5. júní 2011 og á Nordea Masters í heimalandinu 24. júlí 2011.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Paul Runyan, f. 12. júlí 1908 – d. 17. mars 2002;  Robert Allenby 12. júlí 1971 (41 árs);  Inbee Park, 12. júlí 1988 ….. og …..

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is