Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2012 | 09:30

Undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða hófst á Hvaleyrinni í morgun

European Challenge Trophy eða undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða hófst á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í morgun.  Alls taka 8 lið þátt frá 8 þjóðlöndum. Spilaður eru höggleikur og gilda 5 bestu skor af 6 í hverju liði. Efstu 3 þjóðirnar ávinna sér rétt til þátttöku á Evrópumóti karlalandsliða, sem fram fer í Danmörku að ári liðnu.

 Lið Englands og Íslands hófu keppnina í morgun. Íslenska liðið byrjaði með stæl en Guðjón Henning fékk fugl á Alfararleið (1. holu Hvaleyrarinnar).

Af Íslands hálfu spila þeir Andri Þór Björnsson, GR, Guðjón Henning Hilmarsson, GKG; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR, Kristján Þór Einarsson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK.

Fylgjast má með stöðunni í mótinu með því að  SMELLA HÉR: