Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2012 | 17:30

Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst léku best af íslenska karlalandsliðinu – landsliðið í 3.-4. sæti

Það voru Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur klúbbmeistari GR og Íslandsmeistari í holukeppni 2012 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem spiluðu Hvaleyrina best allra í íslenska karlalandsliðinu í dag á European Men´s Challenge Trophy; voru á 71 höggi hvor.

Leik lauk nú fyrir skemmstu og eru Englendingar í 1. sæti í liðakeppninni á samtals 3 undir pari; Hollendingar í 2. sæti á samtals pari og síðan deila Íslendingar og Portúgalir 3. sætinu.

Í einstaklingskeppninni eru Englendingar búnir að standa sig langbest eiga 3 kylfinga sem léku Hvaleyrina á 3 undir pari: Jack Hiluta; Garrick Porteous og Ben Stow, sem allir léku á 68 höggum. Eins var Pedro Figureiedo í portúgalska liðinu á 68 höggum.

Staða Íslendinganna í einstaklingskeppninni er eftirfarandi: 

8.sæti  Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR   71 E
8.sæti Haraldur Franklín Magnús GR            71 E
10.sæti Guðjón Henning Hilmarsson GKG     72 +1
15.sæti Kristján Þór Einarsson GK                73 +2
22.sæti Ólafur Björn Loftsson NK                 74+3
34.sæti Andri Þór Björnsson GR                   77+6

Sjá má stöðuna í European Men´s Challenge Trophy eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR