Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2012 | 10:20

Ernie Els telur að Lee Westwood geti sigrað á Opna breska

Lee Westwood var í golffréttunum (m.a. á Golf 1) í gær fyrir yfirlýsingu um að ætla að taka þátt í Opna breska þrátt fyrir meiðsl í hné og nára. Nú er annar þekktur kylfingur stiginn á stokk og telur Westwood eiga góða möguleika á sigri á Opna breska á Royal Lytham.

Lee Westwood hefir enn ekki sigrað í risamóti og þetta er 58. risamótið sem hann spilar í.

„Hann hefir svo sannarlega borgað fórnarkostnaðinn fyrir að komast svona langt. Og ef það er einhver sem á skilið að sigra þá er það hann,“ sagði Ernie.

„Þetta gæti verið vika hans (Lee Westwood) – Lytham er draumur sérhverjar sleggju og hann er sleggja.“

„Ég myndi ekki segja að hann væri að falla á tíma. Hann er sterkur eins og uxi, er í ræktinni og gerir alla réttu hlutina. Hann hefir verið að gera það í nokkurn tímann, en það hefir bara ekki fallið með honum af einhverjum ástæðum.“

Lee Westwood, sem verður 40 ára næsta apríl, hefur 7 sinnum verið meðal 3 efstu í risamótum og Ernie bar hann saman við Colin Montgomerie, en hann varð 5 sinnum í 2. sæti, sem er met hjá þeim sem aldrei hefir sigrað á risamóti.

Annar Englendingur á líka enn eftir að sigra á 1. risamótinu sínu, Luke Donald, en Els sagði að það væri engin ástæða fyrir hinn 34 ára (Luke Donald) að örvænta.

„Hann er nr. 1 í heiminum og þegar hann er að spila sitt golf er hann einn af þeim bestu í teighöggunum,“ sagði Els.

„Þetta er allt þarna, það er bara málið að vera heppinn og ná að setja niður réttu púttin.“

Heimild: Sky Sports