Ernie Els telur að Lee Westwood geti sigrað á Opna breska
Lee Westwood var í golffréttunum (m.a. á Golf 1) í gær fyrir yfirlýsingu um að ætla að taka þátt í Opna breska þrátt fyrir meiðsl í hné og nára. Nú er annar þekktur kylfingur stiginn á stokk og telur Westwood eiga góða möguleika á sigri á Opna breska á Royal Lytham.
Lee Westwood hefir enn ekki sigrað í risamóti og þetta er 58. risamótið sem hann spilar í.
„Hann hefir svo sannarlega borgað fórnarkostnaðinn fyrir að komast svona langt. Og ef það er einhver sem á skilið að sigra þá er það hann,“ sagði Ernie.
„Þetta gæti verið vika hans (Lee Westwood) – Lytham er draumur sérhverjar sleggju og hann er sleggja.“
„Ég myndi ekki segja að hann væri að falla á tíma. Hann er sterkur eins og uxi, er í ræktinni og gerir alla réttu hlutina. Hann hefir verið að gera það í nokkurn tímann, en það hefir bara ekki fallið með honum af einhverjum ástæðum.“
Lee Westwood, sem verður 40 ára næsta apríl, hefur 7 sinnum verið meðal 3 efstu í risamótum og Ernie bar hann saman við Colin Montgomerie, en hann varð 5 sinnum í 2. sæti, sem er met hjá þeim sem aldrei hefir sigrað á risamóti.
Annar Englendingur á líka enn eftir að sigra á 1. risamótinu sínu, Luke Donald, en Els sagði að það væri engin ástæða fyrir hinn 34 ára (Luke Donald) að örvænta.
„Hann er nr. 1 í heiminum og þegar hann er að spila sitt golf er hann einn af þeim bestu í teighöggunum,“ sagði Els.
„Þetta er allt þarna, það er bara málið að vera heppinn og ná að setja niður réttu púttin.“
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024