Troy Matteson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 07:13

PGA: Troy Matteson í 1. sæti á John Deere Classic – hápunktar og högg 1. dags

Það er Troy Matteson, sem leiðir eftir 1. dag John Deere Classic, sem hófst á TPC Deere Run, í Silvis, Illinois í gær. Matteson kom í hús á glæsilegu 61 höggi!!! Á hringnum sem var skollalaus fékk Matteson 10 fugla…. og skipti þeim jafnt fékk 5 á fyrri 9 og 5 á seinni 9.

„Já, það er alltaf gott að vera hér í blaðamannaherberginu því það þýðir að ég er að gera eitthvað gott“ sagði Matteson m.a. eftir hringinn. „Ég hef ekki verið hér í langan tíma, þannig að það er gott að vera kominn aftur.

Með hring sínum upp á 61 högg jafnaði Matteson besta skor sitt á PGA Tour, skor sem hann náði á Frys.com Open 2009, en það er það síðasta af 2 mótum, sem hann hefir sigrað á á PGA Tour.

Í 2. sæti varð Ricky Barnes, sem kom í hús á 64 höggum – hugsa sér að vera á 64 … og vera „bara“ í 2. sæti!

Þriðja sætinu deila síðan 7 kylfingar þ.á.m. Steve Stricker og KJ Choi, en allir eru þeir búnir að spila á 6 undir pari þ.e. 65 höggum!

Tíu kylfingar deila 10. sæti á 5 undir pari, 66 höggum þ.á.m. Ben Crane og Stuart Appleby.

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic eftir 1.dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á 1. degi John Deere Classic, sem Steve Stricker átti SMELLIÐ HÉR: