Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 16:45

Afmæliskylfingur dagsins: Erica Blasberg – 14. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Erica Blasberg.  Erica var fædd í Orange, Kaliforníu, 14. júlí 1984 og hefði átt 28 ára afmæli í dag, en hún dó langt um aldur fram fyrir 2 árum,  9. maí 2010. Dauðsdagi hennar þótti dularfullur, m.a. vegna aðkomu heimilislæknis hennar, sem talið var að hún hefði átt í ástarsambandi við. Læknirinn hlaut m.a. dóm fyrir að fjarlægja sjálfsmorðsbréf og lyf, sem voru við lík Ericu. Úrskurðað var að hún hefði framið sjálfsmorð.

Erica ólst upp í Corona og var í Corona High í Kaliforníu, þar sem hún lék m.a. í strákagolfliðinu vegna þess að ekkert stúlknalið var í skólanum. Á háskólaárum sínum spilaði hún í 2 ár með golfliði Arizona, en ákvað síðan 2004 að gerast atvinnumaður í golfi. Fyrst spilaði hún á Futures mótaröðinni, þar sem hún átti að baki 1 sigur, á Laconia Savings Bank Golf Classic, 2004. Árið 2005 komst hún á LPGA. Henni gekk illa á LPGA, sigraði aldrei á mótaröðinni og var það m.a. þáttur í að hún svipti sig lífi.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:


Birgir Bjornsson (34 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is