Troy Matteson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 10:20

PGA: Troy Matteson leiðir þegar John Deere mótið er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Bandaríkjamaðurinn Troy Matteson er enn í forystu á John Deere Classic eftir 2. dag mótsins. Hann er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 129 höggum (61 68).  Sjá má viðtal við Matteson með því að SMELLA HÉR: 

Öðru sætinu deila Jeff Maggert og Brian Harman, en þeir eru 1 höggi á eftir Matteson.

Í 4. sæti eru 4 kylfingar, tveimur höggum á eftir Troy Matteson, en það eru þeir JJ Henry, Gary Christian, Ricky Barnes og Robert Garrigus.

Áttunda sætinu deila síðan 3 aðrir kylfingar Steve Stricker, Tommy Biershenk og Lee Janzen, allir á 10 undir pari, samtals 132 höggum, hver.

Í 11. sæti koma svo 7 kylfingar m.a. Ted Potter Jr., sem sigraði á Greenbrier Classic síðustu helgi og grínistinn Ben Crane .

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags  á John Deere Classic, sem Kevin Streelman átti SMELLIÐ HÉR: