Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 12:15

GKB: Jóhann Steinsson fór holu í höggi!

Þann 11. júlí s.l. fór Jóhann Steinsson, félagi í Golfklúbb Kiðjabergs, holu í höggi á 16. braut.

Notaði hann 5-járn til að ná þessu draumahöggi, en þetta er í fyrsta skipti sem hann nær þessum áfanga sem alla kylfinga dreymir um að ná.

Jóhann er líklega sá félagi sem spilað hefur flesta hringi á Kiðjabergsvelli undanfarin ár enda spilar hann nær daglega og helst snemma dags, áður en trafíkin byrjar á vellinum.

Þetta er fyrsta „hola í höggi“ á Kiðjabergsvelli, sem vitað er um nú í sumar.

Golf 1 óskar Jóhanni innilega til hamingju með draumahöggið!

Jóhann og spilafélagar skáluðu fyrir draumahögginu ásamt formanni GKB. Mynd: GKB

Heimild: Myndir og ofangreindur texti: GKB