Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 12:00

„Stúlkurnar okkar“ töpuðu í morgun fyrir Austurríkismönnum í C-riðli á European Girls Team Championship

Stúlkurnar okkar, sem taka þátt í Evrópumóti landsliða eða European Girls Team Championship, töpuðu í morgun fyrir liði Austurríkismanna. Austurríki er þar með komið í 1. sæti riðilsins. Íslenska liðið er í 2. sæti, því það vann lið Slóvakíu, sem er í 3. sæti og Wales-verjar reka lestina í 4. sæti.

Liðunum 20, sem þátt taka í mótinu, var skipti í riðla í gær, eftir 2. dag mótsins og íslenska liðið spilaði í C-riðli, því raðað var eftir því hvernig stúlkurnar stóðu sig í höggleik fyrstu 2 daga mótsins, en Ísland var í 18. sæti eftir 2 mótsdaga.

Í íslenska stúlknalandsliðinu eru þær: Anna Sólveig  Snorradóttir, GK; Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, GK; Guðrún Pétursdóttir, GR; Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK; Sunna Víðisdóttir GR og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG.

Liðsstjóri í ferðinni er Ragnar Ólafsson.

Til þess að sjá úrslit í leikjum íslenska stúlknalandsliðsins SMELLIÐ HÉR:

dia.cfm