Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 17:55

Evróputúrinn: Francesco Molinari með nauma forystu fyrir lokadag Opna skoska

Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari hefir nauma forystu fyrir lokahring Opna skoska. Hann er búinn að spila á -17 undir pari, samtals 199 höggum (62 70 67).

„Golfið mitt og spilaform verða sífellt betra og betra,“ sagði Francesco eftir hringinn í dag. „Augljóslega er þetta góður tími til að vera að spila vel og ég verð bara að bíða og sjá hvernig gengur á morgun.“

„En hvernig sem allt fer þá veit ég að ég mun spila vel á Lytham (á Opna breska) þannig að þetta er bara að halda áfram að gera meira af því sama og sjá hvað gerist.“

„Ég hugsa að í augnablikinu, er augljóslega fyrsta markmið mitt að sigra hér. En það er gott að vita, ekki aðeins á þessari viku heldur líka þeirri síðustu að ég er að spila og pútta vel.“

Á hæla Molinari er Daninn Sören Hansen aðeins 1 höggi á eftir.  Landi Hansen og nafni Sören Kjeldsen deilir síðan 3. sætinu með „heimamanninum“ Marc Warren, en báðir eru þeir á 15 undir pari, 2 höggum á eftir Molinari.

Sigurinn er alls ekki í höfn hjá öðrum Molinari-bróðurnum, Francesco og spennandi sunnudagur framundan í golfinu!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna skoska SMELLIÐ HÉR: