GBB: Kristjana Andrésdóttir og Magnús Jónsson eru klúbbmeistarar GBB 2012
Þann 7. og 8. júlí s.l. fór fram Meistaramót Golfklúbbs Bíldudals (GBB) á Litlueyrarvelli. Spilaðir voru 2 hringir. Veðrið lék ekki við kylfinga þessa helgina að því er segir á vef klúbbsins. „Það rigndi helling og óvenju hvasst var í Bíldudalnum.“ Það eru Kristjana Andrésdóttir og Magnús Jónsson, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Bíldudals 2012. Þátttakendur voru 15 og spilaður höggleikur án forgjafar í einum opnum flokki. Magnús lék hringina 2 á samtals 11 yfir pari, 151 höggi (78 73). Í 2. sæti varð Birkir Þór Karlsson (79 82). Kristjana spilaði á 198 höggum (110 88) og miklar sviptingar milli hringja hjá henni. Hún átti 9 högg á þá sem varð í Lesa meira
GV: Örlygur Helgi Grímsson og Katrín Harðardóttir klúbbmeistarar GV 2012
Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) fór fram dagana 11-14. júlí þ.e. lauk á laugardeginum s.l. Þátttakendur að þessu sinni voru 67 og spilað var í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GV 2012 eru vallarstjóri GV, Örlygur Helgi Grímsson og Katrín Harðardóttir. Örlygur Helgi hafði nokkra yfirburði spilaði Vestmannaeyjavöll á 5 yfir pari (72 71 75 67) þ.á.m. á 3 undir pari síðasta daginn, sem er stórglæsilegt! Nokkur spenna var um hvor myndi hreppa 2. sætið Helgi Anton Eiríksson eða Hallgrímur Júlíusson og hafði Hallgrímur betur í bráðabana. Katrín Harðardóttir varð klúbbmeistari kvenna GV 2012 387 höggum átti 4 högg á Karín Hertu Hafsteinsdóttur, sem varð í 2. sæti. Þá voru líka veitt verðlaun Lesa meira
GÞH: Laíla klúbbmeistari Hellishóla 5. árið í röð!
S.l. helgi 14.-15. júlí fór fram Meistaramót Hellishóla á Þverárvelli. Hjónin Víðir og Laíla eru orðin landskunn af rekstri eins flottasta, nýja 18 holu golfvallarins á landinu, sem þykir með þeim erfiðari. Í Meistaramóti Hellishóla að þessu sinni tóku þátt 14 klúbbfélagar GÞH og var spilað í karla- og kvennaflokki. Klúbbmeistari GÞH í karlaflokki 2012 varð Ívar Harðarson. Hann spilaði hringina 2 á 164 höggum (86 78). Í 2. sæti varð Guðjón Gottskálk Bragason. Klúbbmeistari kvenna í GÞH 2012 er Laíla Ingvarsdóttir og er þetta 5. árið í röð sem hún verður klúbbmeistari kvenna að Hellishólum! Laíla spilaði á samtals 176 höggum (84 92) og átti þónokkuð mörg högg á Lesa meira
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn komust báðir í gegnum niðurskurð á Bad Waldensee Classic
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, komust báðir í gegnum niðurskurð á Bad Waldensee Classic mótinu, í Þýskalandi. Niðurskurður miðaðist að þessu sinni við samtals skor upp á 5 yfir pari (þ.e. þeir sem voru með það heildarskor komust í gegn). Stefán Már bætti sig um 1 högg frá því gær, lék á 72 höggum þ.e. sléttu pari; fékk 4 fugla, 2 skolla og 1 skramba. Samtals er Stefán Már búinn að spila á 1 yfir pari, 145 höggum (73 72). Stefán Már deilir 21. sæti með 3 öðrum kylfingum, eftir 2. dag mótsins. Þórður Rafn bætti sig líka um eitt högg í dag, spilaði á 1 Lesa meira
GH: Kristín Magnúsdóttir fór holu í höggi á Katlavelli á Húsavík!
Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Katlavelli, á Húsavík, laugardaginn 7. júlí s.l. að Kristín Magnúsdóttir fór holu í höggi. Það var á par-3 holunni á 5. braut sem draumahöggið var slegið. Brautin ber heitið Sprænugil og er 125 metra af rauðum. Berjalyng og móar eru til beggja hliðar þannig að höggið verður að vera beint og krefst þ.a.l. nákvæmni, annars er það tapað. Aftan við flötina er hár bakki með glompu og geta menn lent í vandræðum ef upphafshöggið endar þar. Kristín var ekki í vandræðum með höggið góða. Kúlan lenti á flatarkanti og rúllaði síðan ofan í holu. Við höggið notaði Kristín 5-járn. Golf 1 óskar Kristínu innilega Lesa meira
GH: Jóhanna Guðjónsdóttir klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Húsavíkur 2012
Þann 7. júlí birtist frétt hér á Golf1 um að Arnar Vilberg Ingólfsson hefði orðið klúbbmeistari GH 2012. SMELLIÐ HÉR til að sjá fréttina. Sagt var ranglega í fréttinni að aðeins hefði verið spilaði í einum flokki karla vegna ónógrar þátttöku. Hið rétta er að dagana 5-.6. júlí fór fram Meistaramót GH kvenna og leiðréttist það hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar. Sú sem varð klúbbmeistari kvenna hjá GH 2012 er Jóhanna Guðjónsdóttir. Spilaðir voru 2 hringir og sigraði Jóhanna á samtals 179 höggum (91 88). Það munaði 4 höggum á Jóhönnu og þeirri sem varð í 2. sæti Birnu Dögg Magnúsdóttur. Úrslit í kvennaflokki á Meistaramóti GH 2012 voru Lesa meira
Gísli Sveinbergsson og Ragnhildur Kristinsdóttir taka þátt í Junior Open Championship – staðan eftir 2. dag
Í gær hófst á Fairhaven golfvellinum í Lancashire í Englandi (sama skíri og Opna breska er haldið á nú í vikunni) eitt sterkasta unglingamót heims, Junior Open Championship. Til þess að komast á heimasíðu hins stórglæsilega Fairhaven golfklúbbs SMELLIÐ HÉR: Mótið er haldið 2. hvert ár og núverandi meistari frá árinu 2010 er Japaninn Kenta Konishi. Árið 2010 voru keppendur frá 77 þjóðríkjum og í ár er fjöldinn svipaður en 122 unglingar þátt. Af Íslands hálfu taka þátt Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Á 2. mótsdegi er Gísli búinn að spila á samtals 166 höggum (84 82) og er langt frá sínu besta. Hann deilir 87. sætinu í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Zane Scotland – 17. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Zane Scotland. Scotland fæddist í Manchester á Englandi 17. júlí 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og hefir á ferlinum sigrað 1 sinni þ.e. á ABC Solution UK Championship á PGA Europro Tour. Sem áhugamaður sigraði hann Peter McEvoy Trophy árið 2000. Zane er frændi Patrica Scotland, barónessu af Skotlandi Ashtal. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven O´Hara, 17. júlí 1980 (32 ára Skoti) …. og ….. Bílkó Smiðjuvegi (24 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira
GKS: Hulda og Jóhann klúbbmeistarar Golfklúbbs Siglufjarðar 2012
Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar fór fram dagana 13.-15. júlí. Spilaðir voru 3 hringir. Það eru Jóhann Már Sigurbjörnsson og Hulda Guðveig Magnúsardóttir sem eru klúbbmeistarar GKS 2012. Jóhann Már spilaði á 17 yfir pari; 227 höggum (75 79 73). Bráðabani var haldinn um annað sætið í 1. flokki karla á milli Þorsteins og Ingvars. Hafði Ingvar sigurinn á annarri holu í bráðabana. Hulda Guðveig Magnúsardóttir er klúbbmeistari kvenna í GKS 2012 spilaði á 282 höggum (94 99 89). Í 2. sæti varð Ólína Þórey Guðjónsdóttir. Þátttakendur í Meistaramóti GKS 2012 voru 10 og var spilað í 3 flokkum. Úrslit í Meistaramóti GKS 2012 eru eftirfarandi: 1. flokkur karla GKS Staða Lesa meira
Martin Kaymer tilbúinn í slaginn á Opna breska
Martin Kaymer er tilbúinn að sigra að sigra á fleiri risamótum og trúir því að Opna breska, sem sem hefst nú í vikunni á Royal Lytham & St Annes gæti verið rétti tíminn fyrir sig til að gera svo. Kaymer viðurkennir að velgengni í golfmótum á alþjóða vettvangi hafi e.t.v. komið fyrr en hann bjóst við þegar hann hampaði sigurbikarnum á US PGA Championship 2010, stuttu áður en hann náði 1. sæti heimslistans á síðasta ári. En hinn 28 ára Þjóðverji (Kaymer) sem var T-7 og T-12 í síðustu Opnu bresku finnst sem reynsla síðustu tveggja keppnistímabila hafi undirbúið hann fullkomlega fyrir linksarann í Lancashire (Royal Lytham golfvöllinn). „Það er erfiðara að Lesa meira









