
Martin Kaymer tilbúinn í slaginn á Opna breska
Martin Kaymer er tilbúinn að sigra að sigra á fleiri risamótum og trúir því að Opna breska, sem sem hefst nú í vikunni á Royal Lytham & St Annes gæti verið rétti tíminn fyrir sig til að gera svo.
Kaymer viðurkennir að velgengni í golfmótum á alþjóða vettvangi hafi e.t.v. komið fyrr en hann bjóst við þegar hann hampaði sigurbikarnum á US PGA Championship 2010, stuttu áður en hann náði 1. sæti heimslistans á síðasta ári.
En hinn 28 ára Þjóðverji (Kaymer) sem var T-7 og T-12 í síðustu Opnu bresku finnst sem reynsla síðustu tveggja keppnistímabila hafi undirbúið hann fullkomlega fyrir linksarann í Lancashire (Royal Lytham golfvöllinn).
„Það er erfiðara að fá mótívasjónina ef maður nær einhverju svo stóru, svo snemma á ferlinum,“ sagði Ryder Cup leikamaðurinn (Kaymer).
„Í upphafi ferilsins vonar maður og veltir fyrir sér hvort maður nái þessu nokkru sinni, hvort maður verði nokkru sinni í þeim sporum og svo skyndilega lyftir maður bikarnum og það er allt sem maður hefir unnið fyrir.“
„Allt gerðist fremur fljótt í mínu tilviki, en nú er það gengið hjá og innst inni í mér veit ég að ég get unnið hvaða mót sem er. Nokkra fyrstu mánuðina eftir að maður sigrar á risamóti hugsar maður þannig, en maður verður að vera í sigurstöðu oftar og halda í þá trú.
Nú eru tvö ár liðinn og þegar ég horfi tilbaka hugsa ég með mér að það sem gerðist hafi verið gott fyrir mig og ég á nokkur ár til að vinna annað og þriðja risamótið og vonandi geri ég það.“
Kaymer er ekki kunnugur á Royal Lytham & St Annes, en þetta er völlur að hans skapi.
„Ég hef aldrei komið til Lytham, en ég hef heyrt að þetta sé góður golfvöllur og vinir hafa sagt mér að hann henti leik mínum. Opna breska er alltaf í mestu uppáhaldi af þeim risamótum sem við spilum á, vegna þess að það snýst um baráttu og að halda þetta út. Það snýst ekki um hvernig það lítur út heldur að koma hlutunum í verk. Það er það sem ég elska við Opna breska. Það snýst um að spila snertigolf og hafa tilfinningu fyrir leiknum. Það er það sem er svo spennandi. Maður þarfnast svolítillar heppni, með hvert boltinn rúllar hvortheldur hingað eða þangað og með veðrið en þetta er brilliant mót með mikla sögu.“
„Þegar ég gerðist atvinnumaður og fyrstu tvö eða þrjú árin á túrnum taldi ég að leikur minn hentaði völlum í Bretlandi og hélt að ef ég myndi nokkru sinni vinna á risamóti myndi það vera Opna breska, en síðan vann ég US PGA og taldi, ó, OK, kannski að það sé ekki svo.“
„Mér finnstleikur minn enn vera góður og henta (bresku) völlunum og kanski mun það gerast einhvern tímann (að ég sigri). Áhangendurnir á Opna breska gera mótið svo sérstakt og mótið sjálft er það líka. Þetta eru svo miklir klassaáhangendur og þeir vita svo mikið um golf, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir okkur sem leikmenn, vegna þess að þeir vita hvort höggið sem maður slær er gott eða slæmt. Jafnvel ef það er 15 eða 20 fet af leið getur það enn verið gott högg og þeir vita það, þannig að það er frábært fyrir okkur.“
Ef Kaymer lyftir Claret Jug á sunnudaginn er hann fyrsti Þjóðverjinn til að sigra á Opna breska í tæp 20 ár og lýkur þar með bið Þjóðverja eftir sigri í mótinu … allt frá því Bernhard Langer var svo nálægt sigri en hann varð í 2. sæti þegar Bill Rogers vann 1981 og eins í 2. sæti á eftir Seve Ballesteros 1984. Langer sigraði síðan á Opna breska 1985 og 1993
„Við (Þjóðverjar) höfum sigrað á 2 risamótum golfsins – Bernhard vann á Masters og ég á US PGA,“ sagði Kaymer. „Það væri frábært ef ég gæti sigrað á hinum tveimur, ég myndi svo sannarlega ekkert hafa á móti því.“
„Það væri frábært að sigra á Opna breska og kannski Opna bandaríska einhvern daginn. Að sigra á 3. risamótinu og vita af því í þýskum höndum myndi vera stórt afrek og það myndi líka vera mjög sérstakt að vera meistari á Opna breska.“
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024