
GBB: Kristjana Andrésdóttir og Magnús Jónsson eru klúbbmeistarar GBB 2012
Þann 7. og 8. júlí s.l. fór fram Meistaramót Golfklúbbs Bíldudals (GBB) á Litlueyrarvelli. Spilaðir voru 2 hringir. Veðrið lék ekki við kylfinga þessa helgina að því er segir á vef klúbbsins. „Það rigndi helling og óvenju hvasst var í Bíldudalnum.“
Það eru Kristjana Andrésdóttir og Magnús Jónsson, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Bíldudals 2012. Þátttakendur voru 15 og spilaður höggleikur án forgjafar í einum opnum flokki.
Magnús lék hringina 2 á samtals 11 yfir pari, 151 höggi (78 73). Í 2. sæti varð Birkir Þór Karlsson (79 82).
Kristjana spilaði á 198 höggum (110 88) og miklar sviptingar milli hringja hjá henni. Hún átti 9 högg á þá sem varð í 2. sæti í kvennaflokki, Guðnýju Sigurðardóttur. Þess mætti geta að klúbbmeistari kvenna í GBB 2012 sigraði líka nú nýverið í sínum forgjafarflokki á Þórbergsmótinu, þ.e. 24. júní s.l.
Auk þess voru veitt verðlaun fyrir besta skor með forgjöf, Magnús Jónsson var með 145 nettó þrátt fyrir að vallarforgjöf hans sé aðeins 3. Nándarverðlaun á 8. holu hlutu Karl Þór Þórisson og klúbbmeistari kvenna hjá GBB 2012 Kristjana Andrésdóttir.
Úrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Bíldudals 2012 eru eftirfarandi:
Staða | Kylfingur | Klúbbur | Fgj. | Síðasti hringur | Hringir | Alls | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hola | F9 | S9 | Alls | Mismunur | H1 | H2 | Alls | Mismunur | ||||
1 | Magnús Jónsson | GVG | 3 | F | 36 | 37 | 73 | 3 | 78 | 73 | 151 | 11 |
2 | Birkir Þór Karlsson | GBB | 4 | F | 43 | 39 | 82 | 12 | 79 | 82 | 161 | 21 |
3 | Heiðar Ingi Jóhannsson | GBB | 9 | F | 45 | 38 | 83 | 13 | 81 | 83 | 164 | 24 |
4 | Sigurmundur Freyr Karlsson | GBB | 8 | F | 43 | 38 | 81 | 11 | 86 | 81 | 167 | 27 |
5 | Viðar Örn Ástvaldsson | GBB | 8 | F | 44 | 38 | 82 | 12 | 87 | 82 | 169 | 29 |
6 | Arnar Þór Arnarsson | GBB | 9 | F | 45 | 43 | 88 | 18 | 89 | 88 | 177 | 37 |
7 | Anton Halldór Jónsson | GBB | 13 | F | 53 | 42 | 95 | 25 | 85 | 95 | 180 | 40 |
8 | Kristjana Andrésdóttir | GBB | 21 | F | 43 | 45 | 88 | 18 | 110 | 88 | 198 | 58 |
9 | Karl Þór Þórisson | GBB | 15 | F | 42 | 51 | 93 | 23 | 105 | 93 | 198 | 58 |
10 | Ásgeir Jónsson | GBB | 16 | F | 50 | 47 | 97 | 27 | 104 | 97 | 201 | 61 |
11 | Guðný Sigurðardóttir | GBB | 23 | F | 47 | 54 | 101 | 31 | 106 | 101 | 207 | 67 |
12 | Freyja Sigurmundsdóttir | GBB | 25 | F | 62 | 51 | 113 | 43 | 100 | 113 | 213 | 73 |
13 | Margrét G. Einarsdóttir | GBB | 28 | F | 53 | 54 | 107 | 37 | 107 | 107 | 214 | 74 |
14 | Hreinn Bjarnason | GBB | 27 | F | 62 | 54 | 116 | 46 | 111 | 116 | 227 | 87 |
15 | Guðbjörg Sigr Friðriksdóttir | GBB | 24 | F | 54 | 56 | 110 | 40 | 117 | 110 | 227 | 87 |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024